Hlín - 01.01.1944, Side 124
122
Hlín
ára, er hún ljest. Hún var jarðsett 14. des., giftingardaginn okkar
hjónanna, sem var 14. des fyrir rjettum 30 árum.
Það leit ekki vel út fyrir okkur með undirbúning jarðarfarar-
innar, við sárlasnar og gátum litlu við okkur bætt. — Við gátum
ekki fengið okkur til að biðja neinn, því allsstaðar var lasleiki og
fólksekla, en konurnar drifu að sem sjálfboðaliðar, og alt gekk
fljótt og vel, og engin hafði ilt af svo jeg viti, hvorki af að hjálpa
okkur eða af því að fara til jarðarfararinnar. — Hún hefur reynst
þung í sveitum, þessi inflúensa, margir lengi að ná sjer. Ekki er-
um við líkt því jafngóðar, og sama segja fleiri. M.
Kennari skrifar: — Kenslustarfið verður mjer kærara með
hverju ári sem líður, enda hljóta slík störf að færa mann fram á
leið á þroskabrautinni til skilnings og nærgætni við nemendurna
og aðra, sem maður umgengst. En nú er svo hagað ástæðum á
heimili foreldra minna, að óvíst er að jeg geti verið lengi fjarvist-
um frá heimilinu, þareð móðir mín er altaf sárlasin og oft mikið
þjáð nú í meir en ár. — Það var sagt í huga minn nú nýlega eina
andvökunótt: „Ef þú værir ekki að hugsa um þinn eigin hag,
mundirðu vita hvaða leið þjer ber að fara“. — Jú, vissulega ber
börnunum að sýna öldruðum og heilsulitlum foreldrum ræktar-
semi, og ódrengilegt finst mjer því að vinna annarsstaðar en
heima fyrir þá sem það geta.
Jeg segi við ungu stúlkurnar hjer: „Farið burt frá heimilum
ykkar um stundarsakir, þegar þið hafið eignast þann þroska að
geta tileinkað ykkur það besta, sem á boðstólum verður, þegar þið
komið út í veröldina — en gleymið ekki bernskuheimilinu og
gömlum foreldrum ykkar. Komið heim aftur, stærri og víðsýnni
en þið fóruð, æskuheimilinu og sveitinni ykkar til hjálpar". Þetta
er nú sá sami óður, sem minn eigin hugur syngur við sál mína
sumar og vetur.
Jeg á líka mjög margar hugsjónir í sambandi við mitt heimili.
Það eru víst gamlar hugmyndir frá barnsárunum að eiga eftir að
gera margar umbætur og breytingar til bóta heima þar, svo til
fyrirmyndar gæti orðið. /.
Góðar frjettir: — Það er mikið gleðiefni, öllum þjóðræknum
íslendingum, að sú samþykt var gerð nú á þjóðhátíðarárinu, að
leggja fram ríflega fjárfúlgu (3 milj kr.) til að koma upp veglegri
byggingu fyrir Þjóðmenjasafn Islands. Þetta ágæta safn hefur alla
tíð verið á hrakningi, svo það er tími til kominn að það fái boð-
leg húsakynni.