Hlín - 01.01.1944, Page 125
Hlín
123
Merkiskona skrifar: — Aldrei hef jeg haft svo ljelega vinnu-
konu, að jeg hafi ekki eitthvað af henni lært.
Frá Heimilisiðnaðarfjelaé' Norðurlands: — Fjelagið hafði
saumanámsskeið fyrir 54 konur yfir veturinn 1943—’44. Fjölsótt
sýning var haldin fyrir jólin. Kent var frá því í okt.lok til 1. mars.
Þá tók við vefnaðarnámsskeið, er stóð 5 vikur, nemendur voru 5.
Að loknu námsskeiði var höfð sýning á því sem ofið var. — A veg-
um fjelagsins er starfrækt leistaframleiðsla. Voru unnin 1400 pör
af leistum á árinu og 600 pör aðkeypt, því aldrei er hægt að full-
nægja þörfinni.
Fjelagið kjöri 2 heiðursfjelaga á árinu: Þau Matthildi Halldórs-
dóttur, í Garði í Aðaldal, í viðurkenningarskyni fyrir snildarlega
framleiðslu og hugkvæmni við jurtalitun, og Daníel Jónsson á
Litlahamri í Eyjafirði, í viðurkenningarskyni fyrir framúrskar-
andi dugnað við vefnað. Fylgdi skrautritað ávarp og dálítil pen-
ingagjöf.
Fjelagið nýtur styrks frá Sambandi íslenskra heimilisiðnaðar-
f jelaga, úr bæjar- og sýslusjóði og frá Búnaðarsambandi sýslunnar.
Lopaprjón: — Það eru víst teljandi í landi voru nú, heimilin,
sem ekki iðka lopaprjón í einhverri mynd. — Þó að þessi vinna
sje ekki öll falleg, þá má það teljast góð tíska að nota blessaða ís-
lensku ullina til klæðnaðar á gamla og unga, svo hlý og hentug,
sem hún er í okkar veðurfari.
Noregssöfnunin: — Mörg kvenfjelög víðsvegar um landið hafa
lagt fram mikla vinnu og dugnað við söfnun til bágstaddra í Nor-
egi, sjerstaklega til barna. Koma frjettir um söfnun þessa úr öll-
um áttum. Það sem sent er til söfnunarnefnda er sjerstaklega ým-
islegt prjónles o. fl. ullarvarningur.
Af Eskifirði er skrifað veturinn 1943: — Við hjer í kvenfjelag-
inu „Döggin“ höfum nú mikið að starfa. Við erum að koma af
stað talsverðu af fatnaði, sem við höfum unnið í Noregssöfnun-
ina, ásamt þó nokkurri peningaupphæð. — Og nú erum við bún-
ar að fá mjög fjölhæfa stúlku, sem tekur að sjer að kenna á
saumanámsskeiði okkar, sem hefst um miðjan janúar. En stærsta
málið á dagskrá okkar er skrúðgarðsmálið. Við höfum fengið
stórt tún hjer rjett innan við þorpið, ræktað tún í tugi ára, og nú
hefur skógarvörðurinn á Hallormsstað skoðað og útreiknað garð-
stæðið fyrir okkur, og er áformað að hefjast handa með vorinu
að girða og setja niður plöntur. Við höfum mikið landflæmi til
umráða upp hlíðarnar, og er í ráði að stofna hjer skógræktarfjelag