Hlín - 01.01.1944, Síða 127
Hlín
125
prýðilega, bömin eru öll að verða uppkomin, auðvitað flognar úr
hreiðrinu þær 3 elstu, en 4 telpurnar eru heim^ hjá okkur enn og
2 drengir. Ein telpa bara ófermd af öllum hópnum, 10 ára gömul.
Sveitakona á Austurlandi skrifar: — Lítill er vinnukrafturinn að
verða hjer á sumum heimilum, nema þar sem börnin eru enn
heima hjá foreldrum sínum. Hjá okkur hjónum er töluvert margt
um manninn, við eigum 9 börn, elst 18 ára, en yngst 2ja, svo hjer
eru óvenju „margar hendur á skinni“, því þau eru öll heima enn-
þá. Þau ætluðu hálfpartinn tvö í skóla í haust, en hættu við það,
því það eru svo miklar annir heima, þar sem systkinin eru svo
mörg, en svo getur ekki gengið til lengdar, það fer víst smátt og
smátt að tínast úr hreiðrinu hjer sem annarsstaðar. Jeg hugsa alt-
af með kvíða til þeirra tíma, það er líklega af því að jeg er svona
eigingjörn. En maður verður að hrinda þeim kvíða frá sjer og
treysta Guði, að hann leiði þau og geri að góðum mönnum.
Þú varst einu sinni að mælast til þess að jeg sendi þjer eitt-
hvað um kvenfjelagið okkar í „Hlín“. Já, víst væri það nú gaman,
þó raunar sje það ekki stórbrotið neitt, við erum svo fáar. Það er
eins og ungu konunum hafi þótt það einhver hneisa að ganga í
kvenfjelagið, en þetta er heldur að lagast og vona jeg að það
verði framhald á því. Þetta er líka svo mikill misskilningur, hver
kona ætti að vera í kvenfjelagi sinnar sveitar, það eru sannarlega
ekki svo margar frístundir þeirra, þær ættu að geta sótt fundina,
þeir eru ekki svo oft. Mjer finst við altaf fara þaðan mikið glað-
ari en þegar við komum, og það eitt er mikill ávinningur, og ýmsu
góðu höfum við með okkar fámenna fjelagsskap komið til leiðar,
enda er okkur það ekki vanþakkað af sveitungum okkar. Fjelagið
tók vefnaðarkennara í vetur, en þá gétu tiltölulega fáir tekið þátt
í því, það strandaði á tvistleysinu, en við afrjeðum svo seint með
kennarann, að ekki var nægur undirbúningur með band. Jeg tók
þennan kennara, en annars hef jeg altaf ofið eitthvað á hverju ári
síðan 1932, og notast við Vefnaðarbókina mína og ráð gamalla
vefara, og mjer þykir vænt um gamla vefstólinn minn. Nú hefur
elsta dóttirin aðallega ofið í vetur og hinar gripið í sjer til gam-
ans, og svo kemur þetta smátt og smátt. Þær eru nú búnar að vefa
röskar 100 álnir af rúm- og bekkábreiðum og gluggatjöldum.
Frá Heimilisiðnaðarfjelagi Seyðisfjarðar er skrifað haustið
1943: — Af því heimastörfin hafa aldrei verið ljettari en nú hjer
hjá mjer og heilsan sæmileg, langar mig til að reyna hverju jeg
fæ áorkað. — Við boðuðum til vinnufundar fyrst í nóv. Fimmtán
konur mættu. Þetta var um leið aðalfundur. Við undum upp