Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 128
126
Hlín
hespur og prjónuðum, drukkum kaffi og lésum upp reikninga
fjelagsins. Það kom upp, að við áttum talsvert í sjóði. — Prjóna-
vjelar höfðu nýlega verið auglýstar í Útvarpinu og var fallist á,
að við reyndum að ná í eina. Þetta eru að vísu aðeins hringvjelar,
svo meiningin er að fá aðra fullkomnari jafnskjótt og hægt er.
Hjer er sem sje svo ástatt, að til vandræða horfir með að fá prjón-
aða flík.
Nú stendur yfir saumanámsskeið 3 vikur fyrir jólin, 2 kenn-
arar, 25 konur. Fjelagskonur sitja fyrir, og nú hörmuðu margir að
hafa ekki gengið í fjelagið. Þó tókum við nokkrar utanfjelags,
sjerstaklega barnakonur. — Ef metið er eftir saumaverði nú,
skiftir þúsundum saumalaun á því, sem unnið hefur verið. Þó
nokkrar konur hafa sótt um inntöku í fjelagið. — Jeg ljet náms-
skeiðskonur lofa því að prjóna a. m. k. eitt par af leistum fyrir
f jelagið.
Nú eru barnaskólastúlkurnar að byrja að læra að prjóna leista.
V.
Frjettii úr ASaldal S.-Þing.: — Gamall Aðaldælingur, Helgi
Kristjánsson, nú búsettur á Húsavík, afhenti aðaldælskum kon-
um nýlega til umráða 1800 kr. sjóð til minningar um látna konu
sína, Þuríði Sigtryggsdóttur. Fjórar konur stjórna sjóðnum. Þetta
er til styrktar fátækum konum í Aðaldal, sem verða fyrir veik-
indum. M.
Úr Reykholtsdal er skrifað veturinn 1943—’44: (Frá kven-
fjelaginu). — Við höfðum jólatrje fyrir börn í Reykholti milli
jóla og nýárs, sem var mjög fjölsótt. — Það var byrjað á barna-
messu, sem mjer fanst mjög ánægjuleg. Margt af börnum söng, og
það svo vel, að jeg var hissa, hve vel það tókst hjá þeim. Síra
Einar er svo ljúfur á að tala fyrir bömin, að jeg hugsa að þetta
hátíðahald falli ekki niður fyrst um sinn. — Það er líka svo þægi-
legt þama í Reykholti, húsakynni rúmgóð og fólkið gott, að ó-
gleymdum blessuðum hlýindunum, hvar sem verið er, það eru
meiri þægindin.
Úr fimdargerð Vestfirskra kvenna 12. sept. 1943 — í Templ-
arahúsinu, þar sem fundurinn var haldinn, var til sýnis sjerstætt
listaverk eftir frú Þórdísi Egilsdóttur á ísafirði. Var það fögur
mynd frá Þingvöllum, er hún hefur saumað, og er alt efni mynd-
arinnar unnið af henni sjálfri úr íslenskri ull og litað úr íslenskum
jurtum. — Má þar sjá hvað hugvit og hagar hendur geta gert úr
íslensku efni. — Þetta er 3. myndin, sem frú Þórdís hefur saum-
að og sýnt opinberlega, hin eru baðstofan, sýnd á Landssýning-