Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 130
128
Hlín
jeg geri ekki ráð fyrir að það verði almenningi að notum. Skó-
smiðir munu vera tregir til að hjálpa mönnum um leista, hafa
kannske heldur ekki aflögu. — Gætu heimilisiðnaðarfjelögin
nokkuð hjálpað upp á sakir í þessu efni?
Jeg tel víst að þess háttar aðstoð yrði vel þegin af mörgum.
Eins er það, ef menn ættu kost á að fá tilteglda skóbotna úr trje,
þykir mjer líklegt að þess hóttar skógerð yrði tekin upp af ýmsum.
Gæti sá árangur orðið af þessari nýbyrjuðu skógerðariðn í
sveitunum, að sveitafólkið verði jafnsjálfstætt og sjálfbjarga með
skófatnað og áður var, meðan eingöngu eða mest var notað ósút-
að skinn, verður að telja það mjög þýðingarmikið, bæði fjárhags-
lega og menningarlega, því nýju skórnir eru mikið fjölbreyttari,
hentugri og hollari í flestum tilfellum en gömlu sauðskinns- og
leðurskórnir voru. H. J.
(Þingeyingar hafa um nokkurt árabil haldið skónámsskeið til
og frá í sýslunni, og kennari þeirra hefur jafnvel farið í fjarlæg
hjeruð og kent þar skógerð).
Frjettir af skónámsskeiði Ungmennafjelaésins „Arsól“, Önguls-
staðahreppi, Eyjafirði: — Veturinn 1943 var haldið 12 daga skó-
námsskeið að Munkaþverá. Kennari var Helgi Sigurgeirsson frá
Stafni. — Nemendur voru 17, venjulega unnið frá kl. 9—6 e. h.
Smíðuð voru 58 pör af ýmiskonar skóm, svo sem skíðaskóm,
verkamannaskóm, bæði háum og lágum, bandaskóm og ýmsum
fínni skóm.
Bændaförin. — Það var sagt, að sunnlenskir bændur hafi
kvartað yfir því, þegar þeir fóru um Norðurland, að Þingeyingar
feldu konumar fyrir sjer. — I sambandi við þessi ummæli varð
einni hagmæltu konunni að orði:
„Þar sem bændur þreyttir á,
— og þiggja skyr og brauðbita, —
þeir vilja fulteins fljóðin sjá
sem fulltrúa og oddvita.
Úr Borgarfjarðarsýslu er skrifað veturinn 1943: — Jeg er þakk-
lát fyrir að kvenfjelagið er til, annars væri margt öðruvísi en það
er. Við konurnar værum ókunnugar hver annari og bærum því
ekki sama hugarþel hver til annarar og við gerum. — Mjer þykir
altaf vænna og vænna um fjelagið og konurnar eftir því sem við
eigum meira saman að sælda. — Við erum svo samhentar og
samhuga um það litla sem við getum gert og að gagni má koma
fyrir einhvern, sem með þarf í hvert skifti. J.