Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 134
132
Hlín
vera með æfintýrin. — Jeg set hjer því mína ráðningu, en hefði
gaman af, við tækifæri, að heyra hvað þið finnið út úr því.
Eins og öllum er kunnugt eigum við það sameiginlegt með lind-
inni, að okkur er ætlaður þessi lífsvegur frá veikburða og þröng-
sýnni líkamsfæðingu, til dauðans, er flytur oss í ómælishaf eilífð-
arinnar. Líkamslífið hefur ætíð það upphaf og þann endi hjá öll-
um, hvernig sem kjörum þess er háttað að öðru leyti. En það er
ekki ráðning mín á æfintýrinu heldur andlega lífið.
Undireins og mannleg meðvitund er vöknuð til sjálfstæðis, knýr
hún hugann til athafna, oft með brennandi þrá eitthvað fram,
eins og stendur í vísunni: „Hjá móður ungur undi, en yndi þar ei
nam, með fuglum vildi jeg fljúga, æ fram og lengra fram“. —
Það er ekki einungis þessi útþrá, sem svo oft er nefnd, sem knýr
hugann fram, heldur líka löngun til að vinna eitthvað mikið á
þeim stöðum er „fyrst stóð vagga vor“. — Æskukraftarnir ólga og
leita framrásar með ýmsu móti.
Flestir vita, að ákvörðun lífsins er að þroska sál og líkama, og
láta sem allra mest gott af sjer leiða, en þegar á að starfa að
þessu, koma ýmsar hindranir, ímyndaðar og verulegar torfærur,
sem oft sýnast ægilegar og ókleyfar, og unglingurinn andvarpar
með lindinni: „Jeg get þetta ekki, jeg get engu til vegar kotnið af
því sem jeg þrái“. — En leggi hann þannig árar í bát, fer illa. —
Lindin, sem átti að brjóta sjer braut, verður að stöðupolli, sem
þornar og hverfur, án þess að skilja eftir sig nokkurt spor við
tímans sjá. — En það er líka margur kjarkmikill unglingur, sem
brýst áfram, og vinnur sjer og öðrum gagn, meðan líkamsþróttur
hans endist, en þegar hann minkar, finst mörgum ekkert framar
mögulegt að framkvæma. Af því líkaminn sje orðinn ónýtt verk-
færi, hljóti sálin líka að dofna og stirðna. En þetta finst mjer mis-
skilningur. — Og þá er jeg komin að þeim lærdómi, sem jeg finn
í æfintýrinu. — Lindin á að kenna okkur að sækja altaf fram, hún
hjelt ótrauð áfram, þannig á andi okkar að sækja stöðugt lengra
fram meðan heilbrigði hans varir, og sem betur fer halda henni
margir fram um 70 ára aldur, og þá eru það líka mikið færri, sem
eldri verða. — Það er altof algengt, að fimtugt fólk er orðið gam-
alt, án þess þó að hafa mætt nokkrum þeim sjúkdómi, er hafi
veiklað sálarkraftana. — Þó fóturinn þyngist og hárið gráni, er
engin ástæða til að andinn verði gamall, og þess minni sem mátt-
ur líkamans verður til stritverkanna, því meira næði ætti andinn
að hafa til ávaxtasamrar íhugunar, er svo aftur breiddi blessun í
kringum sig engu síður en störf líkamans. — Þó lindin væri búin