Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 134

Hlín - 01.01.1944, Blaðsíða 134
132 Hlín vera með æfintýrin. — Jeg set hjer því mína ráðningu, en hefði gaman af, við tækifæri, að heyra hvað þið finnið út úr því. Eins og öllum er kunnugt eigum við það sameiginlegt með lind- inni, að okkur er ætlaður þessi lífsvegur frá veikburða og þröng- sýnni líkamsfæðingu, til dauðans, er flytur oss í ómælishaf eilífð- arinnar. Líkamslífið hefur ætíð það upphaf og þann endi hjá öll- um, hvernig sem kjörum þess er háttað að öðru leyti. En það er ekki ráðning mín á æfintýrinu heldur andlega lífið. Undireins og mannleg meðvitund er vöknuð til sjálfstæðis, knýr hún hugann til athafna, oft með brennandi þrá eitthvað fram, eins og stendur í vísunni: „Hjá móður ungur undi, en yndi þar ei nam, með fuglum vildi jeg fljúga, æ fram og lengra fram“. — Það er ekki einungis þessi útþrá, sem svo oft er nefnd, sem knýr hugann fram, heldur líka löngun til að vinna eitthvað mikið á þeim stöðum er „fyrst stóð vagga vor“. — Æskukraftarnir ólga og leita framrásar með ýmsu móti. Flestir vita, að ákvörðun lífsins er að þroska sál og líkama, og láta sem allra mest gott af sjer leiða, en þegar á að starfa að þessu, koma ýmsar hindranir, ímyndaðar og verulegar torfærur, sem oft sýnast ægilegar og ókleyfar, og unglingurinn andvarpar með lindinni: „Jeg get þetta ekki, jeg get engu til vegar kotnið af því sem jeg þrái“. — En leggi hann þannig árar í bát, fer illa. — Lindin, sem átti að brjóta sjer braut, verður að stöðupolli, sem þornar og hverfur, án þess að skilja eftir sig nokkurt spor við tímans sjá. — En það er líka margur kjarkmikill unglingur, sem brýst áfram, og vinnur sjer og öðrum gagn, meðan líkamsþróttur hans endist, en þegar hann minkar, finst mörgum ekkert framar mögulegt að framkvæma. Af því líkaminn sje orðinn ónýtt verk- færi, hljóti sálin líka að dofna og stirðna. En þetta finst mjer mis- skilningur. — Og þá er jeg komin að þeim lærdómi, sem jeg finn í æfintýrinu. — Lindin á að kenna okkur að sækja altaf fram, hún hjelt ótrauð áfram, þannig á andi okkar að sækja stöðugt lengra fram meðan heilbrigði hans varir, og sem betur fer halda henni margir fram um 70 ára aldur, og þá eru það líka mikið færri, sem eldri verða. — Það er altof algengt, að fimtugt fólk er orðið gam- alt, án þess þó að hafa mætt nokkrum þeim sjúkdómi, er hafi veiklað sálarkraftana. — Þó fóturinn þyngist og hárið gráni, er engin ástæða til að andinn verði gamall, og þess minni sem mátt- ur líkamans verður til stritverkanna, því meira næði ætti andinn að hafa til ávaxtasamrar íhugunar, er svo aftur breiddi blessun í kringum sig engu síður en störf líkamans. — Þó lindin væri búin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.