Hlín - 01.01.1944, Page 136
134
Hlín
SITT AF HVERJU.
• Af Suðurlandi er skrifað veturinn 1943: — Eitt hef jeg lengi
ætlað að minnast á við þig. Það eru nokkuð margar konur hingað
og þangað að, sem hafa kvartað undan því við mig hvað áhugi og
störf kvenfjelaga þeirra fari þverrandi. — Jeg hef velt því fyrir
mjer af hverju þetta geti stafað, og hef helst komist að þeirri nið-
urstöðu, að endurkosning stjórnar ár eftir ár geti átt þátt í því.
Konurnar hafa líka oft sagt: „Það eru líka altaf kosnar þær sömu“.
— Þetta á sjer ekki frekar stað í Árnes- og Rangárvallasýslum en
annarsstaðar. —■ Jeg gæti trúað því að nýr áhugi kæmi með nýrri
stjórn, og að enginn ætti að vera lengur í stjórn en 3 ár. G.
Af Hellissandi er skrifað veturinn 1943—’44: — Við Iögðum
nú aðaláhersluna á að hjálpa til við kirkjugerðina síðastliðið ár,
lögðum fram 4000 kr. til þess. Svo höfum við okkar sjúkrasjóð,
styrkjum fátækar sængurkonur o. s. frv. — Nú var jeg að senda
í Noregssöfnunina, fatnað og peninga (kr. 562.53). Þar af söfnuð-
ust kr. 267.53 í samskotabauk, sem við festum upp við jólatrje
hjá börnunum í vetur (til norskra barna). — Mjer hefur verið
svo mikil ánægja að því að útbúa þetta, jeg veit ekki hvernig á
því stendur, en mjer finst altaf að Norðmenn hafi verið mjer svo
kærir umfram aðrar þjóðir, sem jeg heyri minst á, og þá tekur
mig ekki síður sárt til þeirra núna. Það er líka gleðilegt að vita af
því, að Islendingar geta rjett einhverjum hjálparhönd, þar sem
við lifum í velgengni og allsnægtum.
Ur Barðastrandarsýslu er skrifað veturinn 1943—’44): — Þú
varst að biðja mig um frjettabrjef, það mætti svo að orði komast,
að hjer væri ekkert að frjetta. I sveitinni eru 15 býli, þau eru öll
fremur langt frá því að liggja saman. Á nesinu, sem jeg á heima
á, eru 5 bæir og því mesta þjettbýlið. Á þessum bæjum er nær
eingöngu börn og gamalmenni, annað fólk komið til höfuðstaðar-
ins, þangað virðast allra leiðir liggja. — Jeg var kaupstaðarstúlka,
áður en jeg giftist, og get því dálítið borið um gildi þessara mjög
óllíku staða. Eftir 10 ára veru í blessaðri sveitinni elska jeg hana
bókstaflega með öllum hennar kostum og göllum. Jeg vildi að
öllum sveitastúlkum gæti skilist það, að heima í sveitinni þeirra
liggja gæfusporin. Það er að vísu mikill munur á blessaðri sveit-
inni á sumrum og vetrum, þegar alt er hulið snjó og klaka, en það
hefur líka sína kosti. Jeg er ekki orðin of gömul (þó bráðum sje