Hlín - 01.01.1944, Page 136

Hlín - 01.01.1944, Page 136
134 Hlín SITT AF HVERJU. • Af Suðurlandi er skrifað veturinn 1943: — Eitt hef jeg lengi ætlað að minnast á við þig. Það eru nokkuð margar konur hingað og þangað að, sem hafa kvartað undan því við mig hvað áhugi og störf kvenfjelaga þeirra fari þverrandi. — Jeg hef velt því fyrir mjer af hverju þetta geti stafað, og hef helst komist að þeirri nið- urstöðu, að endurkosning stjórnar ár eftir ár geti átt þátt í því. Konurnar hafa líka oft sagt: „Það eru líka altaf kosnar þær sömu“. — Þetta á sjer ekki frekar stað í Árnes- og Rangárvallasýslum en annarsstaðar. —■ Jeg gæti trúað því að nýr áhugi kæmi með nýrri stjórn, og að enginn ætti að vera lengur í stjórn en 3 ár. G. Af Hellissandi er skrifað veturinn 1943—’44: — Við Iögðum nú aðaláhersluna á að hjálpa til við kirkjugerðina síðastliðið ár, lögðum fram 4000 kr. til þess. Svo höfum við okkar sjúkrasjóð, styrkjum fátækar sængurkonur o. s. frv. — Nú var jeg að senda í Noregssöfnunina, fatnað og peninga (kr. 562.53). Þar af söfnuð- ust kr. 267.53 í samskotabauk, sem við festum upp við jólatrje hjá börnunum í vetur (til norskra barna). — Mjer hefur verið svo mikil ánægja að því að útbúa þetta, jeg veit ekki hvernig á því stendur, en mjer finst altaf að Norðmenn hafi verið mjer svo kærir umfram aðrar þjóðir, sem jeg heyri minst á, og þá tekur mig ekki síður sárt til þeirra núna. Það er líka gleðilegt að vita af því, að Islendingar geta rjett einhverjum hjálparhönd, þar sem við lifum í velgengni og allsnægtum. Ur Barðastrandarsýslu er skrifað veturinn 1943—’44): — Þú varst að biðja mig um frjettabrjef, það mætti svo að orði komast, að hjer væri ekkert að frjetta. I sveitinni eru 15 býli, þau eru öll fremur langt frá því að liggja saman. Á nesinu, sem jeg á heima á, eru 5 bæir og því mesta þjettbýlið. Á þessum bæjum er nær eingöngu börn og gamalmenni, annað fólk komið til höfuðstaðar- ins, þangað virðast allra leiðir liggja. — Jeg var kaupstaðarstúlka, áður en jeg giftist, og get því dálítið borið um gildi þessara mjög óllíku staða. Eftir 10 ára veru í blessaðri sveitinni elska jeg hana bókstaflega með öllum hennar kostum og göllum. Jeg vildi að öllum sveitastúlkum gæti skilist það, að heima í sveitinni þeirra liggja gæfusporin. Það er að vísu mikill munur á blessaðri sveit- inni á sumrum og vetrum, þegar alt er hulið snjó og klaka, en það hefur líka sína kosti. Jeg er ekki orðin of gömul (þó bráðum sje
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.