Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 140
138
Hlín
að tína baunir snemmi í ágúst, annars ekki fyr en seint í þeim
mánuði. Þær eru orðnar þroskaðar, þegar belgirnir taka að harðna
og lýsast.
Þannig hefur mín aðferð verið, en sjerþekkingu hef jeg enga
nema reynsluna. Þegar jeg byrjaði, var mjer sagt, að baunir gætu
ekki sprottið á íslandi, af því nauðsynlega gerla vantaði í jarðveg-
inn. Þær voru settar niður samt, og líklega hafa gerlarnir fylgt
þeim, því að ekki ber á, að þá hafi skort. Tilraunin hefur sannar-
lega borgað sig, því gaman hefur mjer þótt að skreppa út í garð
eftir baunum í matinn, og ólíkur er keimurinn af þeim eða hin-
um, sem búið er að þurka.
Kríst'm Steinsdóttir.
Frá Sambandsfundi austfirskra kvenna, haustið 1943: — Minst
var sextugsafmælis frú Sigrúnar P. Blöndal, sem hefur verið for-
maður Sambandsins frá byrjun, og henni afhent skrautritað ávarp
frá Sambandinu ásamt peningagjöf (2300 kr.) frá kvenfjelögum
á fjelagssvæðinu, og var tilskilið, að upphæð þessari skyldi varið
til að kaupa einhvern mun í væntanlega kapellu á Hallormsstað.
Þakkaði formaður hvorttveggja, en taldi þessa viðurkenningu að
því leyti óverðuga um starf sitt, ef nokkurs vert væri, hefði oftast
verið unnið af innri þrá, og að því leyti í eigin þágu. Hinsvegar
sagðist frú Sigrún geyma alla þá velvild og samúð, sem sjer hefði
verið auðsýnd á þessum tímamótum æfinnar, í þakklátum huga.
Úr Húnavatnssýslu er skrifað: — Jeg er búin að koma ná-
grannakonum mínum á lag með að taka upp úr Vefnaðarbókinni,
sem fylgir „Hlín“, ýms munsturprjón, þó það sje vefnaður, er
hægt að nota myndirnar fyrir prjón. — Nú er bóndinn búinn að
vefa og þæfa 28 ál. langan vef (1.22 m. breiðan). Það á að fara í
hversdagsfatnað, eins gott og að kaupa „gallana", sem það kallar,
á 60 kr. — „Holt er heima fengið". — En maður er orðinn gamall
og vex alt í augum. Þetta útheimtir svo mikla vinnu, því nú er
flest úr hreiðrinu flogið, aðeins einn sonur heima af 7 börnum, en
2 koma með vorinu ef Guð lofar, og verða í sumar heima, og svo
kannske komi fleiri í sumarfríinu sínu til að sjá pabba og mömmu.
R.
Prjónar úr bambusreyr ryðja sjer mjög til rúms á seinni árum,
ágætir leista- og peysuprjónar, ljettir og liprir og góðir fyrir hend-
urnar. Laghentir menn tálga þá með vasahnífum sínum.
Frá heimilisiðnaðarnefnd Kvenf jelagsins „Von“, Þingeyri: —
Nefndin á spunavjel, vefstól og litla kembivjel, og hafa þessi verk-
færi verið talsvert notuð, en framkvæmdir nefndarinnar á þessu