Hlín - 01.01.1944, Qupperneq 143
Hlín
141
er yfir garðinn, það þarf að athuga hjá hverju grasi, hvort ekki
leynist arfaplanta. — Allir munu kynnast því, að eftir því sem
meiri vandvirkni er við höfð, eftir því verður verkið minna og
uppskeran svo mikið betri. — Girðið garðana vel og hafið þá ekki
of stóra! G. J.
Hestafeiti. At Mýrum. — Það hefur tíðkast mikið, einkum á
síðari árum, að nota hestafeiti til matar á ýmsan hátt. Heimildar-
maður minn skrifar: — Jeg er í mörg ár búin að nota hestafeiti í
smjör, bræðing, kleinur o. fl. og hefur gefist ágætlega, hún er svo
fín, en um leið svo bragðlaus. Vanalegast hef jeg látið vel fullar
tvær skeiðar heldur stórar (um 100 gr.), og þá hefur taflan af
strokknum verið rúmt kg. Og ekkert bragð verður heldur af áfun-
um, þó feitin sje látin í, þær má brúka til hvers sem vera skal,
smjörið verður bara mýkra, og öllum mínum heimamönnum þykir
það betra, sjerlega vetrarsmjörið, enda kemur það ekki til nema
að vetrinum, því þegar sumarið kemur er hún búin. — En jeg nota
aldrei feitina nema til heimanotkunar ,enda hef jeg hennar full
not, þó meira væri en úr einu hrossi. Mjer kemur hún alveg að
sömu notum og jeg ætti jafnþyngd af smjöri. Það er bara um að
gera að meðhöndla hana vel, bræða hana sem fyrst, best að láta
hana í góðan belg, en sje hún höfð í opnu íláti, þá er gott að láta
lítið eitt af saltvatni yfir hana og svo gott lok. Feitin er égæt í
kleinur, og má vel hafa hana með smjöri í fleiri kökur.
Bræðingur úr hestafeiti. Af Mýrum. — Þegar jeg bý til bræð-
ing, sem jeg nú vanalega geri lítið að síðan fátt var fólkið í heim-
ilinu, eins og allsstaðar er nú orðið, þá bræði jeg saman tólg og
feitina, læt í það eftir smekk smjörsalt, og þegar það er orðið svo
kalt að það fer að storkna, þá slæ jeg það vel með sleif, rjett sem
jeg væri að hræra deig, og læt í það lítið eitt af rjóma, en hef
bræðinginn svo kramann að megi smyrja hann. Þetta er ágætt
viðmeti. — Að slé svona bræðinginn kendi mjer vinnumaður sem
hjá mjer var, og var sunnan frá sjó, og hafði vanist mikið lýsis-
bræðingum, og síðan hef jeg altaf gert þetta og það er betra.
Hestakjöt. Af Mýrum. — Úr hestakjöti má sem kunnugt er
gera margvíslega góðan mat, sjerlega ef ekki er af gömlum hest-
um. Það er svo ágætt að sjóða það niður, eða brúna það, láta í
krukkur og renna yfir það tólg og geyma í kulda. Jeg er viss um
að margur þekkir það ekki frá nautakjöti. M.
Frá Búnaðarsambandi S.-Þing.: — B. Þ. hefur styrkt kvenfjelög-
in í sýslunni og heimilisiðnaðinn á ýmsan hátt: Veitt fjelögunum