Hlín - 01.01.1944, Page 144
142
Hlín
styrki til að kaupa tvíbreiða vefstóla og til að halda ýms náms-
skeið í heimilisiðnaði. Sömuleiðis hefur Sambandið veitt styrk til
námsskeiða í skógerð, aktygjagerð og viðgerð reiðvera.
Sambandið hefur haft mörg járn í eldinum, en hefur lagt sjer-
staka áherslu á það að hjálpa bændum til að gera túnin vjeltæk,
og svo að koma garðyrkjunni í viðunanlegt horf. Nú er komið að
því að hjálpa til við bætta áburðarhirðingu.
Þegar mæðiveikin kom, var Sambandið nýbyrjað á því að
halda hjeraðssýningar á sauðfje og færa ættartölubók fyrir bestu
ættir fjárins. Þessu verður haldið áfram þegar veikinni ljettir.
J■
ÚR FJÁRLÖGUM FYRIR ÁRIÐ 1944.
Styrkur til Húsmæðraskóla 250 þús. kr.
Til bygginga Húsmæðraskóla í sveitum 340 þús. kr. Þar af 10
þús. til skólans á Hverabökkum.
Til bygginga Húsmæðraskóla í kaupstöðum 340 þús.
Til Húsmæðrakennaraskólans 53 þús.
Til Kvennaskóla Reykjavíkur 64.00.
Til Kvenfjelagasambands íslands til húsmæðrafræðslu, heim-
ilisiðnaðar og garðyrkju 100.000 þús.
Til Gamalmennahæla 25 þús.
Til Alþýðutrygginga: Slysa, sjúkra, atv.lausra, ellilaun, ör-
orku, alls 2334 þús.
Til Mæðrastyrksnefnda 25 þús.
Til kostnaðar við sumardvöl barna í sveit 150 þús.
ÁVARP TIL 11. FUNDAR SAMBANDS
BREIÐFIRSKRA KVENNA.
Heilar og sælar,
hingað komið,
systur, að sækja
sambandsfundinn.
Velkomnar verið
á vordegi björtum.
Sveipi sól og vor
samstarf okkar!