Hlín - 01.01.1944, Page 145
Hlín
143
Margt þarf að vinna
á móðurjörð kærri
með samstiltum átökum
anda og handa,
mjúkum og traustum,
en mestu varðar
um undirstöðu
til orða og gerða.
íslenskar konur,
með einum huga
verum á verði
að vemda og efla
alt, sem er dýrmætast
íslenskri menning,
andlegu verðmætin,
arfinn besta.
Göngum til starfa,
góðu systur,
bjartsýnar, frjálsar,
með festu og stilling,
með bæn til Guðs um
að blessa störfin,
svo góðan ávöxt
þau geti borið.
Að lokum óskum við
innilega,
að indælar minningar
ykkur gleðji,
er hjeðan þið hverfið
úr hópi okkar
til heimkynna ykkar.
Heilar og sælar!
M. Á. G.
G>
GAMALT BÆNAVERS.
Guð minn blessi munninn minn,
svo mæli og tali um heiður þinn,
tungu og varir trúlega geym,
svo tali jeg aldrei ilt með þeim.
íslendingur í Ameríku sendi.