Uppeldi og menntun - 01.07.2005, Blaðsíða 21
Leit á Netinu gefur gó›a hugmynd um útbrei›slu flessara hugtaka, sjá töflu 2.
Tafla 2 – Kennslufræ›ileg hugtök tengd hugtakinu differentiation.
Ni›urstö›ur leitar á Netinu í Google-leitarvélinni
Hugtak Fjöldi vefsí›na Fjöldi vefsí›na
(Google, okt. 2003) (Google, sept. 2004)
Differentiated Learning 4.070 7.690
Differentiated Instruction e›a Teaching 23.900 + 1.550 41.100 + 2.770
Differentiated Curriculum 5.640 7.880
Differentiated Classroom(s) 4.100 6.480
Þegar afrakstur leitarinnar er sko›a›ur kemur fljótt í ljós a› margar flessara vefsí›na vísa
á umfjöllun í bókum e›a greinum eftir bandaríska kennslufræ›inginn Carol Ann Tomlin-
son. Tomlinson er prófessor vi› Háskólann í Virginíu og hefur, ásamt samstarfsfólki sínu,
skrifa› fjölmargar bækur og greinar um flessa kennsluhætti (Tomlinson 1999a, 1999b,
2000, 2001, 2003).
Tomlinson skilgreinir differentiation (sem hér ver›ur flýtt sem einstaklingsmi›un) sem
virk vi›brög› kennara vi› flörfum nemandans og segir: „Í einstaklingsmi›un felst ein-
faldlega a› sinna námsflörfum hvers nemanda e›a hóps nemenda fremur en fla› sem
algengast er, fl.e. a› kenna öllum bekknum eins og allir einstaklingar séu í meginatri›um
eins“14 (Tomlinson og Allan, 2000, bls. 4).
Lykillinn a› einstaklingsmi›un samkvæmt hugmyndum Tomlinson er sveigjanleiki
hva› var›ar kennslua›fer›ir, námstíma, námsefni, verkefni, hópskiptingu og hópstarf
(Tomlinson og Allan, 2000, bls. 5–8). Byggt er á stö›ugu, fjölflættu og greinandi náms-
mati sem er samofi› kennslunni, leitast er vi› a› fá nemendum krefjandi, merkingarbær
og áhugavekjandi vi›fangsefni sem efla skilning og færni og áhersla er lög› á ábyrg›
nemenda og virka flátttöku fleirra í náminu. Miklu skiptir a› kennarinn er í verkstjórnar-
og lei›sagnarhlutverki flar sem byggt er á markvissri greiningu á hæfileikum, áhuga og
námsa›fer›um hvers nemanda (Tomlinson, 2001, bls. 16).
Einstaklingsmi›un á samkvæmt hugmyndum Tomlinson a› byggjast á greiningu
kennara á fjórum eiginleikum nemandans: námshæfi hans (readiness, fl.e. flekkingu,
skilningi e›a færni nemandans), áhuga (interest), námssni›i (learning profile, fl.e.
hvernig nemendum hentar best a› læra) og vi›horfum (affect) (Tomlinson, 2003, bls.
3–4). Athygli lesenda er vakin á flví hve nærri flessi sýn fer spurningum fleim sem Lillian
Weber varpa›i fram í upphafi áttunda áratugar sí›ustu aldar og vísa› var til hér a›
framan.
Tomlinson telur a› einstaklingsmi›un geti beinst a› fjórum fláttum. Í fyrsta lagi a›
inntakinu (content), í ö›ru lagi a› a›fer›inni (process), í flri›ja lagi a› afrakstrinum
(product), fl.e. flví sem nemandinn leggur fram til sönnunar flví a› hann hafi unni› sitt
verk, og í fjór›a lagi a› námsumhverfinu (learning environment) (Tomlinson, 2003, bls.
5–6).
I N G V A R S I G U R G E I R S S O N
21
14 Differentiation is simply attending to the learning needs of a particular student or small group of
students rather than the more typical pattern of teaching the class as though all individuals in it were
basically alike.
uppeldi_14arg_2hefti_9 copy 12/13/05 9:49 AM Page 21