Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 24
102
MORGUNN
að ég bað um hann. Það var eins og tækifærið biði min.
Margt athyglisvert gerðist á fundi þessum, en að þessu
sinni ætla ég aðeins að segja lesendum MORGUNS frá
einu atriði fundarins, atriði, sem mér verður jafnan hug-
stætt, eða réttara sagt ógleymanlegt.
Frú Bedford kom á sama tíma og hún er vön að koma
til fundanna í Queensbury Place, og ég fylgdist með henni
upp í fundarherbergið. Fundurinn hófst laust eftir kl. 11
að morgni. Á herberginu voru tveir gluggar og dró frúin
ekki að sinni hin þunnu tjöld fyrir gluggana, en settist
þegar í stól sinn. Bak við stólinn var skjólhlíf og sat frúin
í skugga hennar. Ég sat gegnt henni, en hægra megin
við mig var borð, og á það lagði ég pappír og penna, til
þess að skrifa til bráðabirgða það, sem kynni. að verða
sagt við mig.
Frú Bedford er góðum skyggnihæfileikum búin, og
byrjaði hún á þvi að segja mér frá móður minni. Hún
hafði sagt mér frá henni á fundinum daginn áður, en
ekkert var nú endurtekið af því, sem hún hafði sagt þá.
Nýjum atriðum var nú aðeins bætt við um móður mína.
En eftir stutta stund sagði frúin: Þetta ræð ég ekki við.
Messenger (svo nefnist stjórnandi hennar) verður að taka
við. Hún hallaðist nú meir upp að beinu stólbakinu, dró
andann djúpt og höfuðið hneig örlítið niður. Því nær sam-
stundis ávarpaði Messenger mig. Hann hélt áfram, þar
sem frú Bedford hafði hætt, og sagði, að því er virtist
við móður mína: „Þú verður að gera þig ánægða með
þetta. Ég verð að sinna öðru.“ Messenger sagði nú:
„Jæja, vinur minn. Ég sé nú hjá þér mann, og rétt hjá
honum sé ég bókstafinn E. Ég held að skírnarnafn hans
hafi byrjað á þessum bókstaf. Skammt frá þessum bókstaf
sé ég bókstafinn K. (Mér kom nú þegar í hug Einar H.
Kvaran). „Þetta er nokkuð hár maður, aldraður að sjá,
eins og hann sýnir sig nú. Mér þykir sennilegt að hann
hafi verið eitthvað nálægt áttræðu, er hann fluttist yfir
til okkar.“