Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 57
MORGUNN
135
Þegar við höfðum komið okkur fyrir í nýja húsnæðinu,
kom mamma í heimsókn til okkar, og ætlaði að vera hjá
okkur nokkra daga. Við létum hana sofa í gestaherberg-
inu, sem var á stofuhæðinni. Herbergi okkar hjónanna
var á næstu hæð fyrir ofan, en börnin og stúlkurnar höfðu
herbergi á þriðju hæð. Um morguninn spurði mamma
mig, hvort einhver hefði orðið lasinn um nóttina, hún
hefði heyrt gengið upp og niður stigann og fram hjá her-
bergisdyrum sínum. Ég spurði stúlkurnar, hvort nokkuð
hefði orðið að um nóttina, en þær kváðu nei við því.
Mamma var hins vegar sannfærð um að svo hefði verið,
„einhver var á gangi í nótt“, sagði hún. Þetta olli henni
óróleika og mér reyndist ekki unnt að fá hana til að dvelja
lengur hjá okkur að þessu sinni. Næst varð matreiðslu-
konan til þess að kvarta. Hún sagði, að einhver virtist
opna dyrnar á svefnherergi sínu á næturnar, án þess að
hún yrði vör við umgang, einu gilti þó að hún lokaði dyr-
unum vandlega á hverju kvöldi. Ég ráðlagði henni að
skorða stól undir handfanginu á hurðinni, og ég hugsa
að þetta hafi dugað, því að hún kvartaði ekki oftar um
þetta. Ég forðaðist að hafa orð á þessu við fólkið. Mig
iangaði ekki tii að vekja grun hjá því um að ekki væri
allt með felldu í húsinu, að sami óhugur gripi það og
mömmu og það hlypi á brott af þeim sökum, eins og hún.
En þetta var nú aðeins byrjunin. Barnfóstran, sem svaf
í herbergi við hliðina á barnaherbergjunum, sagði mér
að næst elzta telpan mín, sem var á sjöunda árinu, hefði
kaliað til sín um nóttina og spurt: „Ertu þarna, Gertie?“
Hún sagði mér, að hvorki hún né aðrir hefðu verið inni í
herberginu og hefði hún sagt við litlu stúlkuna: „Þig hefur
bara dreymt þetta.“ Litla stúlkan þverneitaði því, kvaðst
hafa verið glaðvakandi. „Auðvitað hefur þig dreymt þetta,“
sagði ég og tók i sama streng og fóstra hennar. Telpan
þverneitaði því sem áður, en með sjálfri mér var ég sann-
færð um að hún hefði séð ójarðneska veru inni í herbergi
sínu um nóttina. Stuttu eftir þetta lögðust öll börnin sam-