Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 61
MORGUNN
139
hvort ég vildi taka þátt í fundum með miðli ásamt fimm
öðrum, en fundir þessir yrðu haldnir í heimili sínu. Ég
ákvað að gera það. Engum þátttakendanna sagði ég frá
því, sem hafði gerzt heima hjá mér, enda er ég satt. að
segja feimin að ræða um einkamál mín við ókunnuga.
Kvöld eitt beindi miðillinn orðum sínum til mín sérstak-
lega. Kona sú, er við sátum með, var frú Immerson, en
hún er þekktari undir nafninu Nurse Graham. Hún spurði
mig þá, hvort ég þekkti einhverja konu, sem hefði verið
kölluð Susie. Ein frænka mín hét þessu nafni, en hún er
ennþá í tölu jarðneskra manna, áttu við hana? spurði ég.
„Nei, alls ekki,“ svaraði miðillinn. „Þetta er ung stúlka,
hana langar til að þakka þér fyrir eitthvað sérstakt.“
Geturðu lýst henni fyrir mér? spurði ég. Hún lýsti henni
mjög greinilega, og að svo miklu leyti, sem mér er unnt
að dæma um, var lýsing hennar i fullu samræmi við það,
er ég hafði skynjað, er ég sá andlit hennar, eins og áður
er sagt, en miðillinn bætti nú við: „Hún heldur á barni
í fanginu, en hún vildi ekki láta mig segja þér frá því,
það gæti orðið til þess að þú hugsaðir óvinsamlegar til
hennar.“ Segðu henni að langt sé frá að ég skilji allt og
því fari fjarri að ég hugsi kuldalega til hennar. Þetta svar
mitt virtist gera Susie öruggari og hún lét miðilinn skila:
„Ég er ekki í neinni betrunarstofnun, en ég er mjög ham-
ingjusöm nú, sérstaklega vegna þess að ég fæ að hafa
barnið mitt hjá mér. Hún segist hafa komið til þess að
votta þér þakklæti sitt fyrir það, er þú hefir gert fyrir
sig, og hún segir að sig langi til að hjálpa þér, hvenær
sem henni sé unnt, þú skulir þá hugsa til hennar, og hún
muni reyna að koma til þín.“ Ég þakkaði henni fyrir og
árnaði henni alls góðs, og Susie vék nú frá sambandinu.
Að þessu sinni heyrði ég hvorki né sá, allt það, er ég fékk
að vita að þessu sinni, var mér sagt af miðlinum, en þetta
sannfærði mig algerlega um, að framliðnir menn geta náð
sambandi við okkur, og að önnur atriði í staðhæfingu
spíritista hefðu við rök að styðjast.