Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 32
110
MORGUNN
hann því í lengstu lög, að viðurkenna, að hér væru framliðnir menn
að verki. Hann leitaði sífellt annarra skýringa á fyrirbrigðunum.
Svo urðu hin undarlegu og óvæntu leikslok þau, að eftir rúmlega
þriggja ára tilraunir með þetta furðulega barn, fóru persónuleik-
arnir, sem gert höfðu vart við sig, að smáhverfa, hver af öðrum, unz
þessu merkilega ævintýri var lokið, engir sálrænir hæfileikar gerðu
vart við sig hjá Önnu litlu lengur, og minningin ein var eftir um
þessi furðulegu þrjú ár.
En eðlilega höfðu þessar tilraunir og undrin, sem gerðust í návist
barnsins, vakið löngun dr. Westwoods eftir að kynnast málinu betur,
og skömmu áður en fyrirbrigðunum hjá Önnu litlu var lokið, hóf
dr. Westwood rannsóknir með öðrum miðlum. Fyrst hóf hann til-
raunir með hinum fræga miðli, Ada Besinnet, sem þá var enn á
bezta aldri, hálffertug. Svo ókunnur var hann þá enn sálarrann-
sóknamálinu, að hann vissi ekki, að með Ada Besinnet hafði hinn
frægi prófessor við Harward-háskólann, James Hyslop, gert marg-
háttaðar tilraunir um langt skeið og skrifað um þær vísindaiegar
ritgerðir, sem frægar eru. Og ekki var honum heldur kunnugt um
hitt, að í boði hinna merkustu sálarrannsóknamanna hafði Ada Be-
sinnet farið til Engiands og leyst þar af hendi hið merkilegasta starf.
Frá rannsóknum dr. Westwoods á fyrirbrigðunum hjá ungfrú Ada
Besinnet mun ég nú skýra nokkuð.
Um Ada Besinnet sjálfa farast dr. Westwood orð á þessa
leið: „Ada var einhver drengilegasta og hjartahreinasta
manneskja, sem ég hef nokkuru sinni kynnzt. Hún var
gædd djúpri sannfæring um það, að henni hefði verið trúað
fyrir heilögu köllunarverki og hún gaf sig heilshugar að
þjónustunni fyrir aðra í þeirri öruggu trú, að henni hefði
verið falið að flytja sorgbitnum mönnum huggun. Ilún
hefði getað rakað saman stórfé af starfi sínu, því að fyrir-
brigðin hjá henni voru undursamleg, hvernig sem á þau
var litið. Ein kvöldstund með henni var óendanlega miklu
meira virði en þeir smámunir, sem hún tók fyrir fundi
sína. Ég varð sjálfur vottur þess, að hún neitaði eindregið,
að taka við stórum fjárupphæðum, sem fólk vildi greiða
henni. Til þess að varðveita, svo sem á valdi hennar var,
líkamlega og sálarlega hæfni sína til starfsins, lifði hún
stranglega einföldu og heilbrigðu lífi og hélt aldrei nema
fáa fundi mánaðarlega.