Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 58

Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 58
136 MORGUNN tímis í mislingum. Ég flutti nú litlu telpurnar inn í her- bergi mitt og bjó um þær í stóra rúminu mínu, en dreng- inn hafði ég í næsta herbergi við, en bjó um mig í litlu snyrtiherbergi við hliðina á svefnherberginu, en á milli þeirra voru dyr. Ég hagaði þessu svo til þess að gera heimilisstörfin auðveldari, því að matinn varð að bera neðan úr eldhúsinu, sem var í kjallaranum, en stöðugt þramm upp og niður stigana var þreytandi fyrir mig og stúlkurnar. Til þess að létta heimilisstörfin meðan börnin voru veik, bjó maðurinn minn hjá móður minni. Kvöld eitt var ég ein heima hjá börnunum, hafði leyft stúlk- unum að skreppa út og létta sér svolítið upp. Ég hafði inni hjá mér hann seppa litla, sem var uppáhald barn- anna. Ég bað eina stúlkuna að koma upp til mín strax og hún kæmi heim, án þess að fara úr utanhafnarfötunum, því að ég ætlaði að biðja hana um að skreppa út með seppa litla og lofa honum að viðra sig úti dálitla stund. Þegar klukkan var um það bil hálf tíu heyrði ég að gengið var fram hjá herbergisdyrunum og þaðan upp stigann, upp á næstu hæð fyrir ofan, þar sem herbergi stúlknanna voru. Hún hafði auðsjáanlega gleymt tilmæl- um mínum. „Nú hefur þú gleymt honum seppa litla, komdu og skrepptu snöggvast út með hann,“ kallaði ég upp í stigann. Steinhljóð, enginn svaraði. Ég stóð á loftskörinni og hafði seppa litla við hlið mér. Sá seppi litli eitthvað? Hann virtist sjá eitthvað, sem mér var ósýnilegt. Hann glennti út augun og hárin risu á honum. Mér var alveg nóg boðið. Ég flýtti mér inn í herbergið til bamanna með hundinn og hét því með sjálfri mér að út úr herberginu skyidi ég ekki fara fyrr en stúlkurnar kæmu heim. Þær komu rétt á eftir, allar samtímis, og þær sögðu að engin þeirra hefði komið inn í húsið fyrr en nú. Einu sinni rakst maðurinn minn á fjögra ára gamlan son sinn úti á loftskörinni, hann var í náttfötunum. Hann fullyrti við föður sinn að þjófar væru í húsinu. Vafalaust hefur hann heyrt fótatak á ganginum eða í stiganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.