Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 81
MOR'GUNN
159
prófessorinn hefur spurt um. En þá hefur það komið í ljós,
að einmitt þessir stólar stóðu auðir, þegar fundurinn hófst.
Stundum hefur einnig komið fyrir, að lýsingin hefur átt
við þann, sem sat í næsta sæti, einkum ef vinarsamband
er milli þessara tveggja persóna.
I miðdegisveizlu, sem haldin var í fyrirlestrasal Frei-
burgs Institut fiir Parapsychologie und Psychohygenie í
maí 1952, reis miðillinn Croiset úr sæti sínu og benti á
auðan blett í salnum og tók að lýsa ungum manni, sem
mundi sitja þar á tilraunafundi, sem halda átti þar daginn
eftir. Hann kvaðst sjá þennan unga mann liggja í fremur
fátæklegri sjúkrastofu og sagði, að þessi maður hefði mjög
ríka eftirhermigáfu.
Fundurinn var haldinn daginn eftir, og nákvæmlega á
þessum stað sat ungur stúdent., sem hafði verið stríðsfangi
í Rússlandi, en var nú í fátæklegu hermannasjúkrahúsi.
Hann hafði verið að skemmta sér við að herma eftir einum
félaga sinna í fangabúðunum.
Meðan verið var að undirbúa þennan fund hafði einhver
viðstaddur bent af tilviljun á annað sæti í salnum, og
miðillinn var spurður um, hver mundi sitja á þessum stað,
en um tvö sæti var raunar að ræða. Miðillinn skynjaði
tvær persónur.
Hann sá meðalháan mann, dökkklæddan, sagði að hann
ætti þrjú börn og ljóshærða konu, sem léki á slaghörpu,
ritaði stóra rithönd og væri hneigð fyrir málaralist og
nútímalist. Miðillinn staðhæfði, að þessi maður hefði fallið
af vagni 12 ára gamall. Hann kvaðst sjá hann blaða í
einhverjum lista, kvaðst sjá hann fyrir utan úrsmiðsverzl-
un, sagði að hann stæði í einhverju sambandi við kross-
götur í borg, kvaðst sjá hann eiga við lindarpenna, sem
læki blekinu. Miðillinn kvaðst halda að maðurinn starfaði
við iögregiu eða við skóla. Hann væri í opinberri þjónustu.
Hin persónan, sem miðillinn skynjaði, var kona. Hann
sagði, að konunni væri eitthvað illt í tá á hægra fæti.
Hún væri að fara úr sokknum.