Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 62

Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 62
140 MORGUNN Ég hygg að fundum okkar Susie muni einhvern tíma bera saman síðar, ef til vill þegar ég verð komin yfir landamærin, en ég vona að ég verði þá ekki í hópi jarð- bundinna borgara andaheimsins. Ég held að hún hafi lika komið til að hjálpa mér að greiða úr vandamáli, sem olli mér nokkrum áhyggjum. Börnin uxu og ég gat nú fækkað stúlkunum. Ég réði kennslukonu til mín til að kenna þeim, og auk þess ungl- ingsstúlku, til að hjálpa mér við heimilisstörfin og líta eftir börnunum. Stúlka þessi var átján ára að aldri og nefndist Carrie. Síðari hluta dags brá mér óþægilega, er ég kom heim. Eitt barnið var með sprungna vör og blæddi úr sárinu. Carrie hafði slegið það svona óþyrmilega. Mér leizt ekki á blikuna og sagði henni að ég gæti ekki haft hana lengur í þjónustu minni, hún væri of örlynd til þess að umgangast börn. Daginn fyrir ákveðinn burtfarardag hennar af heimili mínu fann ég miða á borðinu mínu, sem hún hafði skrifað. Hún bað mig um að veita sér annað tækifæri, hún skyldi gæta sín betur, sér þætti svo vænt um mig og börnin, sig langaði til að bæta fyrir brot sitt. Ég vissi ekki hvað ég átti að ráða af, ég kenndi í brjósti um stúlkuna, en var mér unnt að treysta henni? Mér varð hugsað til Susie, hún hafði lofað að hjálpa mér, ef ég hugsaði til hennar. Það var farið að rökkva og ég sat alein inni í herbergi mínu, eins og kvöldið eftirminnilega. Ég beindi hugsun minni að henni og sagði upphátt að ég bæði hana um að ráðleggja mér hvað ég ætti að gera. Ég hafði lagt miðann frá Carrie á kjöltu mér. Á ég að hafa stúlkuna lengur? Mér fannst ég vita af Susie inni hjá mér og taldi mig heyra hana segja: „Nei, ekki nema því aðeins að þú viljir láta þetta sama endurtaka sig áður en mánuður er liðinn.“ Ég efaðist með sjálfri mér, hafði Susie komið til mín og talað til mín, eða var það, sem ég taldi mig heyra, aðeins bergmál minna eigin hugsana? Ef til vill. Var rétt af mér að láta hana fara og neita henni um tækifærið. Hefði ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.