Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 76

Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 76
154 MORGUNN hinir fyrstu síðastir, þvJ að bæði er það, að æðri máttar- völd leggja oft annan mælikvarða á breytni manna en á jörðunni er gert, og eins er hæfileiki mannanna geysilega misjafn til þess að bæta fyrir gamlar yfirsjónir. Það sýnist svo sem mildi hugarfarsins, auðmýktin, hrokaleysið og hreinskilnin sé dýrmætasta veganestið til að leggja upp með til þeirrar ferðar. „Kærleikurinn hylur fjölda synda,“ sagði Kristur. Ekki svo, að kærleikurinn sjálfur geti þurrk- að út afleiðingar illrar breytni, heldur þannig, að hugar- fari elskunnar fylgi fúsleikinn til að bæta fyrir allt, sem áður var brotið og sú fórnarlund, sem er vor dýrasta eign, hvar sem vér lifum í Guðs ómælanlegu veröldum. „Og enginn yðar spyr mig: Hvert fer þú? heldur hefur hryggð fyllt hjarta yðar------,“ sagði Kristur í skilnaðar- orðunum til lærisveinanna. Þessarar spurningar eigum vér að spyrja, þegar vinirnir hverfa oss sjónum, í stað þess að gefa oss hryggð og harmi á vald. Og ef vér spyrjum þannig, eigum vér öll að geta komizt að raun um, að burtförinni héðan og landtökunni hinu megin við tímans sollinn sæ er stjórnað af slíkum kærleika og slíkri speki, að dauðinn er „öllum líkn, sem lifa vel“, að hann eigum vér ekki að óttast, að hann er undursamlegt ævintýr. Raunar ekki lausn frá öllu því, sem vér höfum illa gert, en náð frá gæzkuríkum höfundi tilverunnar, sú náð, að hann gefur oss nýja veröld og nýja möguleika til þess, að bæta það, sem áður var brotið. Þeir, sem á undan oss eru farnir og vér teljum öruggt, að hafi komið til vor aftur með fræðslu, sem megi treysta, segja oss, að fögnuður þeirra hafi verið mikill, er þeir komust að raun um, að þeir lifðu í heimi, þar sem ekkert er selt og ekkert keypt. Þeir segja oss, að þeim lærist smám saman að skapa með hugrænni orku sinni allt, sem hugurinn girnist í ójarðneskum heimi. Og skiljum vér ekki hve ósegjanlega fagnaðarrík umskipti það hljóta að vera og hvilík lausn frá því böli, sem örbirgðin skapar víða á vorri jörð? Fer ekki megnið af jarðlífi voru í endalausa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.