Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 7
MORGUNN
85
að bjöllutegund (skorkvikindi) væri að eyðileggja fyrir
sér trén í garðinum og þóttist hafa fundið merki þess í
garði sínum. f desembermánuði sat lávarðsfrúin fund hjá
hinum fræga miðli, frú Leonard, og þar komu fram skila-
boð frá unga framliðna manninum til föður hans. Skila-
boðin voru þau, að faðirinn ætti að taka niundu bókina
í þriðju hillu, talið frá vinstri til hægri við dagstofudyrn-
ar. 1 bókinni ætti hann að lesa á bls. 37. Lávarðsfrúin
fór heim með skilaboðin til mannsins síns, en hvorugt
þeirra vissi, hvaða bók þetta væri. Gengið var að bókinni
og hún opnuð. Þetta var fræðibók um trjágróður eftir
T. H. Kelman, og á bls. 37 er sagt frá þeim skaðsemdum,
sem bjöllutegund sú, sem Glenconner lávarður var að
óttast, gæti valdið á trjágróðri. Presturinn veit, að til
eru aðrar skýringar en sú spíritistíska á fyrirbrigði þessu,
en jafnljóst er honum hitt, að hér gat ekki verið um svik
miðilsins að ræða.
Að jafnaði eru menn engan veginn á eitt sáttir um út-
hlutun Nóbels-verðlaunanna. Þó mun úthlutun friðarverð-
launa Nóbelssjóðsins að þessu sinni naumast hafa valdið
deilum, en friðarverðlaununum var að hálfu,
eins og kunnugt er, úthlutað hinum fræga
mannvini, presti, lækni, trúboða og orgelsnill-
ingi, Albert Schweitzer. Ungur að árum sneri hann baki
við þeirri heimsfrægð, sem beið hans í Evrópu sakir af-
burða gáfna hans og snilligáfu, og hann fór suður til Lam-
barene í Afríku til þess að boða þar kærleika Krists með
þjónustu og líknarstarfsemi. 1 40 ár hefur líknarstöð hans
þar verið starfrækt og geysilega umfangsmikið kærleiks-
starf verið unnið. Og til hjálpar fyrir vesalingana þar
syðra verður friðarverðlaunum hans varið. Albert
Schweitzer er friðarpostuli, og starf hans er borið uppi
af kærleika Krists og lotningu fyrir lífinu, lífi bæði manna
og málleysingja. Hann hefur m. a. ritað mikið um heim-
speki og guðfræði og fylgir eindregið frjálslyndri stefnu
í guðfræðinni. Hann hefur barizt fyrir því, að kirkjan
Nóbels-
verðlaun.