Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 44
122
MORGUNN
dómi, sem kynnzt hafa þeim bezt, ekki skýrð á annan
veg en svo, að framliðnir menn standi á bak við þau.
Annað mál er svo það, að ef menn eru fyrirfram ráðnir
í að vilja ekki ganga inn á að um annan heim geti verið
að ræða, má lengi finna einhver undanbrögð og fráleitar
skýringar.
Dr. Westwood vildi lengi vel ekki ganga inn á að hugs-
anlegt væri, að um framliðna menn gæti verið að ræða
að baki fyrirbrigðunum. En að lokum sannfærðist hann
þó um það. Af hinni ágætu bók hans verður ekki séð, að
nokkurt eitt fyrirbrigði hafi sannfært hann, eða nokkur
ein tegund þeirra. Honum fór eins og svo mörgum öðrum,
sem við sálarrannsóknir hafa fengizt, að það var heild
fyrirbrigðanna, sem sannfærði hann.
Presturinn gerði síðan tilraunir með aðra miðla, fyrst.
og fremst með frú Wriedt, sem var mjög frægur miðill
fyrir sjálfstæðar raddir og hélt miðilsgáfu sinni merkilega
vel, þótt hún væri orðin mjög við aldur, þegar dr. West-
wood kynntist henni, og átti þá langan og merkilegan
starfsferil að baki. Hann sat aðeins einn fund með frú
Wriedt. En Sir Oliver Lodge, sem um alllangt skeið hafði
unnið með henni með stórfelldum árangri, sagði dr. West-
wood sjálfur, að hann þyrði að ábyrgjast fullkominn heið-
arleik hennar. Hún var fræg af löngu samstarfi sínu með
mikilhæfum vísindamönnum, sem höfðu skrifað um hana
heiiar bækur. En hún var bæði of mikil mannkostakona
og einnig of greind til þess að miklast af slíku. Hún var
ákaflega yfirlætislaus og hún var sannfærð um að af æðri
máttarvöldum hefði sér verið trúað fyrir köllunarverki,
sem henni var alla ævi heilagt.
Hjá henni rættist sú ósk dr. Westwoods að starfa með
miðli, sem ekki félli i trans, meðan fyrirbærin gerðust.
Hún féll aldrei í trans og sýndi ekki nokkurn minnsta
vott sefjunar eða svefns á tilraunafundunum. Fundir
hennar stóðu yfir í um það bil hálfa aðra klukkustund,
og allan tímann spjallaði hún við tilraunamennina um