Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 74
152
MORGUNN
geti það, sem hann gat, í þessum efnum sem öðrum, en
sömu lífslögmálum laut hann, sem aðrir menn. 1 öllu var
hann bróðir vor.
Annað vil ég fullyrða, en það er, að sú vitneskja hefur
til vor borizt, að heimkoman á fyrsta sviðið, sem við oss
tekur eftir burtförina af jörðunni, þegar vér erum búin
að ná fullum tökum á að skynja það svið, er flestum
mönnum fagnaðarrík. Engan veginn öllum mönnum, en
flestum.
Þótt ekki sé annars gætt en þess, að þar finnum vér,
að vér erum laus undan byrði holdslíkamans, og lifum
í líkama, sem ekki finnur til þreytu, sérsauka eða sjúk-
leika, ætti það að vera oss skiljanlegt, að dauðinn flytur
oss fagnaðarrík umskipti. Þetta verður oss þó ljósast, þegar
þess er gætt, að í flestum tilfellum er langvarandi sjúk-
dómur og stundum kvalafullt dauðastríð undanfari and-
látsins, og þar að auki stundum þreytandi hrumleiki, elli
og hrörnun. Það var tilhugsunin um þetta, sem fyllti eitt
af þjóðskáldunum slíkum fögnuði, að það kvað á bana-
sænginni um þá óumræðilegu unaðssemd, sem það hlyti
að vera, að
,,vakna ungur einhvern daginn,
með eilífð glaða kring um sig“.
Sú mjúkhenta miskunn, sem mætir hinni nýkomnu sál
hinu megin við landamærin, er oss spíritistum þekkingar-
atriði, en hún hefur ekki verið túlkuð eins og skyldi, og
þess vegna hafa mennirnir óttazt dauðann og kvalizt af
óvissu um hið komanda. Hinn háa kærleika hans, sem
þeirri miskunn ræður, hafa mennirnir ekki getað skilið,
hann var svo hátt fyrir ofan allt, sem þeir þekktu, eða
gátu sjálfir látið í té, að þeir bjuggu sér til afskræmis-
legar myndir af ógnum og kvölum, sem væri refsing hins
reiða dómara. Þeir gátu ekki skilið þá „rausn Guðs“, sem
þeir áttu auðvelt með að túlka, Grímur Thomsen og séra
Haraldur Níelsson.