Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 77
MORGUNN
155
og stundum erfiða baráttu fyrir þeim hlutum, sem hér
hjá oss þarf að kaupa dýru verði og stundum miklum
sársauka? Eru ekki hin jarðnesku peninga- og viðskipta-
mál sá þungi og sári fjötur, sem gerir fjölmargra líf
ófrjálst, þvingað og jarðbundið, og heftir andlegan þroska
þeirra, sjálfstæði og manndóm? Treystumst vér til að
neita því, að eins og nú er ástatt í heiminum er það með-
ferð mannanna á þessum hlutum, auðlindum jarðarinnar,
sem hvað mestu böli veldur á jörðunni, hernaði, morðum
og flestum skuggalegustu löstunum, sem á jörðunni þríf-
ast? Þessi mál eru þannig leyst á næsta tilverusviðinu,
að fyrir rætur þeirra er tekið og hugarorku einstaklingsins
er gefið undursamlegt, skapandi vald. En með þessum
hætti, með þessari algeru lausn frá hinum lægri og gróf-
ari tegundum lífsbaráttunnar, eru skapaðir möguleikar
fyrir slíkri fegurð, samræmi og friði, að þeir hinu megin
segja, að vér, sem enn búum við hina jarðnesku lífsbaráttu,
getum enga hugmynd gert oss um þá möguleika til yndis-
leiks, sem þetta skapi í lífi þeirra. Og þó ættum vér, sem
þekkjum það böl, sem er afleiðing hinna jarðnesku fjár-
mála, að geta skilið hvílík blessun lausnin frá því hlýtur
að vera fyrir sambýli mannanna.
,,Hvert fer þú?“
Mörgum, sem sakna látins vinar, verður það harmsefni,
að þeir hugsa, að sá, sem er skyndilega hrifinn út úr
jarðneska ástvinahópnum, og á ef til vill engan náinn vin
í hinum heiminum, muni bera í brjósti sáran söknuð eftir
jarðnesku vinunum, sem hann var hrifinn frá, eða jafn vel
sorg. Af samtölum við þá, sem ástvinum hafa verið sviptir,
og svo hefur staðið á um, veit ég að þetta muni vera
nokkuð áleitin spurning við marga, enda er þetta engan
veginn neitt óskynsamleg spurning: mun framliðinn maður,
sem engan náinn vin á hinu megin við landamærin, og
átti hér í heimi örðugt með að þýðast ókunnugt fólk, ekki
verða einmana í hinum heiminum, þrátt fyrir það, að þar
eru margir reiðubúnir til hjálpar og liðsinnis?