Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 52

Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 52
130 MORGUNN óg lokið við dæmin, en útkoman reyndist skökk og þótti mér slæmt. Ég vildi ekki gefast upp fyrr en ég fengi leyst dæmið og hélt áfram fram undir klukkan tólf, en mér tókst ekki að fá rétta útkomu að heldur. Ég byrjaði að nýju, vildi ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Allt fór á sömu leið, mér tókst ekki að finna rétta úrlausn á því. Ég neyddist svo til að fara í rúmið, án þess að hafa tekizt að leysa dæmið og undi hlut mínum satt að segja hið versta. Þrátt fyrir slæmt skap sofnaði ég von bráðar og dreymdi mig þá draum þann, er hér fer á eftir: ,,Mig dreymdi að ég væri staddur vestur á Melum (en var í herbergi á Bergstaðastræti 7), og var fleira fólk þar á ferð og stefndi suður eftir þeim, en þá var þar óbyggt svæði. En ég tók nú eftir að þarna var eigi að síður komið hús, einkennilegt að sjá, en allt var það uppljómað. Hús þetta virtist mér snúa frá austri til vesturs og svo langt var það, að ég sá fyrir hvorugan enda þess, en þó að mig furðaði nokkuð á þessu húsi, stefndi ég þangað eigi að síður. Hugsaði með mér að þetta kynni að vera kaffi- eða veitingahús og ætlaði mér að fara þangað inn og fá mér hressingu, enda var kalt í veðri. Þegar ég nálgaðist húsið tók ég eftir að við hlið mér gekk maður klæddur hvítum kjól og stefndi hann sömu leið og ég til hússins. Ég þekkti þegar að þessi óvænti förunautur minn var gamall kunningi, Konráð Konráðs- son að nafni, en mjög furðaði mig á því, hví hann væri svo búinn. Þegar við nálguðumst húsið opnuðust stórar dyr á hlið þess og ætlaði ég mér vitanlega að fara þangað inn, en var svo óheppinn, að ég lenti milli veggjarins og hurðar- innar, en ekkert varð til þess að tefja förunaut minn. Ég sá nú inn i salinn, sem var uppljómaður og fullur af fólki. Fríður maður, tígulegur í framkomu og göfugmannlegur kom þegar út í dyrnar. Ég hugsaði að þetta myndi vera þjónn, en fas og framkoma var svo höfðingleg að mig furðaði mjög. Þegar hvítklæddi maðurinn, sem með mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.