Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 52

Morgunn - 01.12.1953, Side 52
130 MORGUNN óg lokið við dæmin, en útkoman reyndist skökk og þótti mér slæmt. Ég vildi ekki gefast upp fyrr en ég fengi leyst dæmið og hélt áfram fram undir klukkan tólf, en mér tókst ekki að fá rétta útkomu að heldur. Ég byrjaði að nýju, vildi ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Allt fór á sömu leið, mér tókst ekki að finna rétta úrlausn á því. Ég neyddist svo til að fara í rúmið, án þess að hafa tekizt að leysa dæmið og undi hlut mínum satt að segja hið versta. Þrátt fyrir slæmt skap sofnaði ég von bráðar og dreymdi mig þá draum þann, er hér fer á eftir: ,,Mig dreymdi að ég væri staddur vestur á Melum (en var í herbergi á Bergstaðastræti 7), og var fleira fólk þar á ferð og stefndi suður eftir þeim, en þá var þar óbyggt svæði. En ég tók nú eftir að þarna var eigi að síður komið hús, einkennilegt að sjá, en allt var það uppljómað. Hús þetta virtist mér snúa frá austri til vesturs og svo langt var það, að ég sá fyrir hvorugan enda þess, en þó að mig furðaði nokkuð á þessu húsi, stefndi ég þangað eigi að síður. Hugsaði með mér að þetta kynni að vera kaffi- eða veitingahús og ætlaði mér að fara þangað inn og fá mér hressingu, enda var kalt í veðri. Þegar ég nálgaðist húsið tók ég eftir að við hlið mér gekk maður klæddur hvítum kjól og stefndi hann sömu leið og ég til hússins. Ég þekkti þegar að þessi óvænti förunautur minn var gamall kunningi, Konráð Konráðs- son að nafni, en mjög furðaði mig á því, hví hann væri svo búinn. Þegar við nálguðumst húsið opnuðust stórar dyr á hlið þess og ætlaði ég mér vitanlega að fara þangað inn, en var svo óheppinn, að ég lenti milli veggjarins og hurðar- innar, en ekkert varð til þess að tefja förunaut minn. Ég sá nú inn i salinn, sem var uppljómaður og fullur af fólki. Fríður maður, tígulegur í framkomu og göfugmannlegur kom þegar út í dyrnar. Ég hugsaði að þetta myndi vera þjónn, en fas og framkoma var svo höfðingleg að mig furðaði mjög. Þegar hvítklæddi maðurinn, sem með mér

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.