Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 19
MORGUNN
97
sér. Hugur hans var opinn og frjór, það var eins og alltaf
væri eitthvað, sem kallaði á hann.
Tengsl hans við lífið voru óvenju rík, og þó var hann
ekki einhyggjumaður í þeim skilningi, að hann horfði á
jörðina eina. Engan mann, fortakslaust engan mann, vissi
ég öruggari en hann um að jarðlífið væri ekki annað en
forgarður að annarri tilveru. Með öllum hita sinnar heitu,
sterku sálar gat hann tekið undir, þegar ástvinur hans,
Einar H. Kvaran, þýðir erindi eftir Longfellow svo:
Og dauðinn, hann er aðeins breyting öittum,
og okkar jarðlíjssvið
er útborg ein frá Drottins dýrðarhöllum,
og dauðinn bara hlið.
Séra Kristinn var sannfærður um, að hliðinu hefði verið
lokið upp, ekki aðeins fyrir þeim, sem þegar eru farnir
yfir landamærin, heldur einnig fyrir oss, sem enn bíðum
hérna megin hliðsins. Þessa sannfæring gáfu honum sálar-
rannsóknir nútímans, en þær urðu langkærasta hugðarefni
hans síðari árin. Og þær urðu honum ekkert einkamál.
Af ölium hita sinnar þróttmiklu og sterku sálar gerðist
hann boðberi þeirra.
Frá byrjun átti hann náið samstarf um það mál við þá
þrjá, sem urðu ástvinir hans, þá Einar H. Kvaran, próf.
Harald Níelsson og próf. Þórð Sveinsson geðveikralækni.
Svo lengi sem hann gat staðið í fætur, starfaði hann af
eldlegum áhuga í Sálarrannsóknafélagi fslands. Hann var
lengi í stjórn þess, var forseti þess og ritstjóri MORGUNS
um skeið, eftir Einar H. Kvaran, og heiðursfélagi þess
síðari árin.
Því hefur stundum verið haldið fi’am af kirkjunnar
mönnum, að spíritisminn væri einhver ómerkileg trúar-
bragðauppbót. Enginn, sem þekkti séra Kristin, gat látið
sér koma það í hug í sambandi við hann. f fyrsta lagi hélt
hann því stöðugt fram, að spíritisminn væri þekking en
7