Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 60

Morgunn - 01.12.1953, Blaðsíða 60
138 MORGUNN hluta, og af þeim sökum lét ég eina stúlkuna mína fara, án þess að minnast á það við nokkurn, af hverju ég gerði það.) Hvað olli dauða þínum og hvað heitirðu? spurði ég. ,,Ég heiti Susie,“ heyrði ég hana segja, en um tilefni dauða síns vildi hún ekki segja neitt. Hafði hún framið sjálfs- morð, eða var barnsmorð í einhverju sambandi við þetta eða hvorttveggja, hugsaði ég með sjálfri mér, en upphátt sagði ég: Orsakaði einhver hjartasjúkdómur dauða þinn, mér virðist þú svo föl. ,,Já,“ svaraði hún eldsnöggt. Hvað er mér unnt að gera til þess að losna við hana úr húsinu, hvernig get ég fengið hana til að fara héðan, var ég að velta fyrir mér. Ákveðinni hugsun virtist þrýst inn í huga minn og ég sagði: Ef þér hefur tekizt að koma öðrum til að stela, er þér þá ekki líka hægt að hjálpa einhverjum til að falla ekki fyrir þeirri freistingu. Slík viðleitni myndi færa þér hamingju og sálarfrið og losa af þér þá fjötra, sem tengja þig við þetta hús, þar sem þú varst svo óham- ingjusöm og ert svo vansæl nú. Viltu ekki reyna að leita uppi einhverja aðra stúlku, sem líkleg er til að láta undan svipaðri freistingu og stúlkan mín og hjálpa henni til að sigrast á slíkri freistingu. Hún virtist íhuga það, sem ég hafði sagt, og sýnin hvarf. Eftir þetta bar ekki á neinum reimleikum í húsinu, ég fann nú ekki lengur til neinna óþæginda. Ég reyndi að afla mér upplýsinga um fólkið, sem áður hefði búið í þessu húsi. Ég komst að raun um að íbúendaskipti höfðu verið tíð í húsi þessu, og að það hefði gengið kaupum og sölum. Meðal annars fékk ég að vita að franskur rithöfundur hafði einu sinni búið í því. Þessi maður hafði gert eigin- konu sína mjög óhamingjusama með svalli sínu og ólifn- aði. Var þessi Susie ef til vill ein af þeim, sem hann vélaði? Mér var ekki unnt að komast að því sanna. Ég vík þá að framhaldi sögu minnar eða á ég fremur að nefna það næsta þátt? Dag einn heimsótti mig kona, sem nýlega var farin að starfa að þjálfun miðla á vegum London Spiri- tualist Alliance, erindi hennar var m. a. að spyrja mig um,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.