Morgunn - 01.12.1953, Síða 76
154
MORGUNN
hinir fyrstu síðastir, þvJ að bæði er það, að æðri máttar-
völd leggja oft annan mælikvarða á breytni manna en á
jörðunni er gert, og eins er hæfileiki mannanna geysilega
misjafn til þess að bæta fyrir gamlar yfirsjónir. Það sýnist
svo sem mildi hugarfarsins, auðmýktin, hrokaleysið og
hreinskilnin sé dýrmætasta veganestið til að leggja upp
með til þeirrar ferðar. „Kærleikurinn hylur fjölda synda,“
sagði Kristur. Ekki svo, að kærleikurinn sjálfur geti þurrk-
að út afleiðingar illrar breytni, heldur þannig, að hugar-
fari elskunnar fylgi fúsleikinn til að bæta fyrir allt, sem
áður var brotið og sú fórnarlund, sem er vor dýrasta
eign, hvar sem vér lifum í Guðs ómælanlegu veröldum.
„Og enginn yðar spyr mig: Hvert fer þú? heldur hefur
hryggð fyllt hjarta yðar------,“ sagði Kristur í skilnaðar-
orðunum til lærisveinanna. Þessarar spurningar eigum vér
að spyrja, þegar vinirnir hverfa oss sjónum, í stað þess
að gefa oss hryggð og harmi á vald. Og ef vér spyrjum
þannig, eigum vér öll að geta komizt að raun um, að
burtförinni héðan og landtökunni hinu megin við tímans
sollinn sæ er stjórnað af slíkum kærleika og slíkri speki,
að dauðinn er „öllum líkn, sem lifa vel“, að hann eigum
vér ekki að óttast, að hann er undursamlegt ævintýr.
Raunar ekki lausn frá öllu því, sem vér höfum illa gert,
en náð frá gæzkuríkum höfundi tilverunnar, sú náð, að
hann gefur oss nýja veröld og nýja möguleika til þess,
að bæta það, sem áður var brotið.
Þeir, sem á undan oss eru farnir og vér teljum öruggt,
að hafi komið til vor aftur með fræðslu, sem megi treysta,
segja oss, að fögnuður þeirra hafi verið mikill, er þeir
komust að raun um, að þeir lifðu í heimi, þar sem ekkert
er selt og ekkert keypt. Þeir segja oss, að þeim lærist
smám saman að skapa með hugrænni orku sinni allt, sem
hugurinn girnist í ójarðneskum heimi. Og skiljum vér ekki
hve ósegjanlega fagnaðarrík umskipti það hljóta að vera
og hvilík lausn frá því böli, sem örbirgðin skapar víða á
vorri jörð? Fer ekki megnið af jarðlífi voru í endalausa