Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 58

Morgunn - 01.12.1953, Side 58
136 MORGUNN tímis í mislingum. Ég flutti nú litlu telpurnar inn í her- bergi mitt og bjó um þær í stóra rúminu mínu, en dreng- inn hafði ég í næsta herbergi við, en bjó um mig í litlu snyrtiherbergi við hliðina á svefnherberginu, en á milli þeirra voru dyr. Ég hagaði þessu svo til þess að gera heimilisstörfin auðveldari, því að matinn varð að bera neðan úr eldhúsinu, sem var í kjallaranum, en stöðugt þramm upp og niður stigana var þreytandi fyrir mig og stúlkurnar. Til þess að létta heimilisstörfin meðan börnin voru veik, bjó maðurinn minn hjá móður minni. Kvöld eitt var ég ein heima hjá börnunum, hafði leyft stúlk- unum að skreppa út og létta sér svolítið upp. Ég hafði inni hjá mér hann seppa litla, sem var uppáhald barn- anna. Ég bað eina stúlkuna að koma upp til mín strax og hún kæmi heim, án þess að fara úr utanhafnarfötunum, því að ég ætlaði að biðja hana um að skreppa út með seppa litla og lofa honum að viðra sig úti dálitla stund. Þegar klukkan var um það bil hálf tíu heyrði ég að gengið var fram hjá herbergisdyrunum og þaðan upp stigann, upp á næstu hæð fyrir ofan, þar sem herbergi stúlknanna voru. Hún hafði auðsjáanlega gleymt tilmæl- um mínum. „Nú hefur þú gleymt honum seppa litla, komdu og skrepptu snöggvast út með hann,“ kallaði ég upp í stigann. Steinhljóð, enginn svaraði. Ég stóð á loftskörinni og hafði seppa litla við hlið mér. Sá seppi litli eitthvað? Hann virtist sjá eitthvað, sem mér var ósýnilegt. Hann glennti út augun og hárin risu á honum. Mér var alveg nóg boðið. Ég flýtti mér inn í herbergið til bamanna með hundinn og hét því með sjálfri mér að út úr herberginu skyidi ég ekki fara fyrr en stúlkurnar kæmu heim. Þær komu rétt á eftir, allar samtímis, og þær sögðu að engin þeirra hefði komið inn í húsið fyrr en nú. Einu sinni rakst maðurinn minn á fjögra ára gamlan son sinn úti á loftskörinni, hann var í náttfötunum. Hann fullyrti við föður sinn að þjófar væru í húsinu. Vafalaust hefur hann heyrt fótatak á ganginum eða í stiganum.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.