Morgunn - 01.06.1947, Side 7
Fyrir handan
skilningarvitin
Jón Auðuns.
Frá Englandi berast oss árlega nýjar bækur um sálar-
rannsóknamálið, og langar mig til að kynna yður eina
þeirra, sem raunar er ekki mikil að vöxtum, en merkileg
fyrir margra hluta sakir. Höfundurinn er ensk kona, Mar-
geiy Bazett, og hefur hún áður ritað fimm bækur um
málið, sem allar virðast hafa náð mikilli útbreiðslu, og
hafa sumar þeirra borizt hingað til Islands. Margery Bazett
er góður rithöfundur, gáfuð kona og menntuð, en er auk
þess ágætur miðill. Brezka Sálarrannsóknafélagið er, eins
og kunnugt er, æði íhaldsamt og gerir strangar kröfur
til miðlanna, en það hefir oft vísað til M. Bazett, þegar
fólk hefir snúið sér til þess i ýmsum vandamálum, og er
það trygging þess, að hún er einn af beztu miðlum, sem
völ er á í Englandi nú á tímum.
1 frásögn minni af þessari bók mun ég fylgja efnisskipt-
ingu höfundarins, láta þá umgerð, sem hún velur bók
sinni, ráða frásögn minni, og gera hverjum kafla bókar-
innar nokkur skil.
1 inngangi bókarinnar skýrir höf. frá því, hvert sé mark-
niið sitt með bókinni. Hún er menntuð kona, eins og áður
segir, og henni er vafalaust ekki ókunnugt um hvað gerzt
hefir í heimi vísindanna á síðari tímum, og hve geysileg
breyting er orðin á afstöðu visindamannanna til efnisins,