Morgunn - 01.06.1947, Síða 9
MORGUNN
o
sem líkamlegu augun greina ekki, eins og þegar miðillinn
sér í gegn um líkama mannsins og getur gefið merkilega
sjúkdómsgreiningu, og að enn aðrir þessara hæfileika
bendi til þess, að hugur jarðnesks manns geti haft sam-
band við huga manns, sem ekki er á jörðunni lengur. Og
hún bendir á það í niðurlagi inngangsins að bók sinni, að
þarna séu sálfræðinni að opnast nýir möguleikar til að
uppgötva ný og áður óþekkt svið mannlegs persónuleika.
Fjarhrif.
Fyrst tekur höfundurinn til meðferðar fyrirbrigði fjar-
hrifa, telepathie, og segir á þessa leið:
. „Auk þeirra tengsla, sem við erum í við umheiminn,
hefir verið dreginn fram í dagsljósið mikill fjöldi sönnunar-
gagna fyrir því, að með okkur búi hæfileikar, sem við
höfum litla hugmynd um, en hæfileikar, sem ástæða væri
til, bæði fyrir sálarfræðingana og okkur hin, að hafa mesta
áhuga fyrir að kynnast. Og þá munum við komast að
raun um, að persónuleiki okkar og skynjun er engan veg-
inn eins takmörkuð og við höfum haldið, en að við höfum
blekkt sjálf okkur í þessum efnum. Uppgötvun þess, að
mannleg vera er engan veginn eins takmörkuð og skynjun
hennar ekki eins þröng og við höfum gert okkur í hugar-
iund, hlýtur að færa okkur meira frelsi og meiri ham-
ingju.“
Höf. bendir síðan á, að mikill fjöldi manna verði fyrir
allskonar fjarhrifareynslu, ef menn gefi því aðeins gaum,
og hún nefnir nokkur dæmi þess, sem henni em persónú'
iega kunn.
Hún segir frá þvi, að sumarið 1944, þegar styrjöldin stóð
sem hæst, hafi sjóliðsforingi nokkur sagt sér frá því, að
einn af undinnönnum hans hafi komið til hans í miklum
hugaræsingi og beðið um að verða settur á land við fyrsta