Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Síða 10

Morgunn - 01.06.1947, Síða 10
4 MORGUNN tækifæri. Sjóliðinn kvaðst sannfærður um, að heimili sitt hefði orðið fyrir sprengju, væri í rústum, og að elzta barn sitt hefði farizt. Manninum hafði engin svo kölluð eðlileg vitneskja borizt um þetta, hann hafði engar fréttir fengið að heiman, en þetta reyndist vera nákvæmlega rétt. Höf. segir: „Þetta er ljóslifandi dæmi fjai’hrifasambands milli tveggja samstilltra huga,“ og hún skýrir þetta þann veg, að kona sjóliðans, eða einhver annar ástvinur hans í landi, hafi, í sterkri geðshræringu af þessum ægilega atburði, komið vitneskjunni um atburðinn inn í vitund sjóliðans, sem var um borð í skipi sínu úti á hafi, f jarri heimilinu. Annað dæmi um fjarhrif milli sín og bróður síns, sem var í fjarlægð, nefnir höf., og segir þannig frá: „Bróðir minn átti heima í borg einni á vesturströnd Englands. Dag nokkurn ,,sá“ ég, mér til mikillar undrunar, bróður minn og konu hans á gangi í annarri borg, all- fjarri. Ég vissi ekki, hváða borg þetta var, og ég átti enga von á öðru en að þau væru heima hjá sér. Ég „sá“ þau ganga upp þrepin að einu húsanna og nema staðar við útidyrnar, en skildi ekki, hvert erindi þeirra gæti verið. Dyrnar opnuðust og einhver kom fram og talaði við þau. Ég „sá“ þarna greinilega fleira fólk og skynjaði fyllilega, hvað verið var að tala um. Þau voru að ræða saman um væntanlegan uppskurð, en þetta var sjúkrahús. Ég hafði þá enga hugmynd um, að neitt slíkt stæði fyrir dyrum hjá bróður mínum og mágkonu, en þetta reyndist síðan að vera rétt, hvert smáatvik var rétt, sem ég „sá“ þarna.“ Þvi miður segir Margery Bazett ekki nánara frá atvik- um að þessu, og ekki frá því, í hverskonar ástandi hún var sjálf meðan hún skynjaði þetta. Manni kemur í hug, að hún hafi þarna farið úr líkamanum og fylgt bróður sínum og mágkonu eftir, fremur en, að hugsanir þeirra hafi borizt henni á þessari stundu, en um það verður ekki ráðið að fullu. Hitt er merkilegt, að hún heyrir og sér,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.