Morgunn - 01.06.1947, Page 12
6
MORGUNN
séu tíðum með okkur, fylgist með okkur og viti um hagi
okkar. Og vissulega mun sonurinn hafa haft tilhneigingu
til að fylgjast með hinum aldraða, blinda föður sínum.
M. Bazett sér unga manninn á vígvelli og með striðshjálm
á höfðinu, en þannig er eðlilegt, að faðirinn hafi verið að
hugsa um fallna drenginn sinn, einmitt eins og siðasta
myndin var af honum, sem hann átti heima. Það er senni-
legast, að um þetta hafi gamli, blindi maðurinn verið að
hugsa, þegar hann gekk þarna eftir veginum, og að hugsun
hans hafi komizt inn í vitund M. Bazett, sem er mjög næm
fyrir slíkum hlutum, og þetta verður sennilegra fyrir það,
að vegna þess að gamli maðurinn var blindur og allt hið
sýnilega umhverfi lokað fyrir honum, hefir hugsun hans
verið enn sterkari og einbeittari. Því sýnist hér vera um
hrein fjarhrif, thelepathie, að ræða.
Enn langar mig til að kynna yður eina af frásögum
höf. í þessum kafla bókarinnar, og sú frásögn þykir mér
sérlega merkileg, en hún er á þessa leið:
„Annað mjög einkennilegt dæmi fjarhrifa gerðist einu
sinni, þar sem ég var gestkomandi í húsi læknis nokkurs.
Nokkrar manneskjur höfðu farið þaðan í bifreið til ann-
arrar borgar og komu ekki eftur á þeim tíma, sem búizt
var við þeim á, þegar hringt var til hádegisverðar, og þegar
liðiö var nokkuð fram á daginn, var fólkið ókomið enn.
Læknirinn kallaði mig inn í vinnustofu sína, bað mig að
setjast í þægilegan stól og sagði: ,,Ég veit ekki, hvað ég
á að halda að komið hafi fyrir bifreiðina, en ég held, að
þér getið komizt að þvi. Viljið þér reyna það?“
Eftir augnabliksstund „sá“ ég með skyggnihæfileikum
mínum þessa bifreið úti á þjóðveginum alllangt í burtu.
Eitt hjólið var skrúfað upp með lyftiskrúfu til viðgerðar.
Hjá henni var önnur bifreið og út úr henni höfðu stokkið
tveir ungir menn í einkennisbúningi flughersins, þeir voru
bersýnilega vélvirkjar.
Ég sagði lækninum þetta, en honum fannst það vera