Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 13

Morgunn - 01.06.1947, Page 13
MORGUNN ósennilegt, að þeir skyldu ekki hafa dregið bifreiðina inn í bifreiðahús, ef hún hefði bilað. Ég stóð fast á mínu máli og bætti því nú við, að ég sæi stúlkuna, sem hefði stýrt bifreiðinni, sitja inni í henni og vera að skrifa í mest flýti símskeyti eða símaorðsendingu á pappírsmiða. Þegar við vorum að drekka te, síðdegis þennan dag, kom fólkið heim í bifreiðinni, og ekkert hafði orðið að. Þau höfðu tafizt vegna þess, að þau höfðu fundið upp á því, að snæða hádegisverð úti í stað þess að koma heim að borða. Læknirinn sagði við mig á eftir: Nú skjátlaðist yður greinilega! Það lítur út fyrir það, svaraði ég, en ég sá þetta samt greinilega! Daginn eftir fór fólkið aftur út að aka í bifreiðinni, og þá gerðist nákvœmlega þetta, sem ég hafði séð deginum áður, hvert smáatvik af því, sem ég hafði séð, kom þá fram!“ Höf. setur þetta í samband við fjarhrif, og vegna þess að unga stúlkan, sem bifreiðinni stýrði, var nákunnug M. Bazett, þykir henni líklegt, að þessa dularfullu vitneskju hafi hún fengið sem fjarhrif frá henni. En þetta atvik verður ekki' skýrt með fjarhrifum einum, hér er annað og ennþá merkilegra mál á ferðinni. Myers segir að fjarhrif séu það, að „hverskonar áhrif geti borizt frá einum mannshuga til annars, óháð hinum venjulegu og viðurkenndu skilningarvitum mannsins." Og hann setur einnig fram þá tilgátu, að þessi áhrif kunni einnig að berast „milli huga jarðnesks manns og ójarð- nesks.“ En öllum hlýtur að vera Ijóst, að fjarhrifin skýra ekki þetta merkilega atvik, hér stöndum vér andspænis öðrum og miklu flóknari leyndardómi, en það er leyndar- dómur forspárinnar, sem höf. kemur nánara inn á síðar í bókinni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.