Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 14

Morgunn - 01.06.1947, Side 14
8 MORGUNN Sjáandinn og heimur hans heitir næsti kaflinn. Höf. virðist aðhyllast hina gömiu platónsku kenningu um líkamann sem fangelsi sálarinnar, en sú mun reynsla allflestra sjáenda allra tíma, að andinn sé að reyna að brjóta af sér fjötra holdslíkamans og hins jarðneska heims og þrái heimkynni, sem æðri séu hirum jarðnesku. Höf. vitnar til þess, að Stephen Graham hafi sagt, að jörðin gefi andanum ekki víðara svigrúm en St. Helena hafi gefið Napóleon, þegar hann sat þar fangi forðum, og segir því næst á þessa leið: „Þess hefir oft verið spurt, hvort það, að sökkva sér niður í þessa hluti, sem liggja fyrir utan hinn jarðneska skynheim, geti ekki verið afar þreytandi, einkum þegar sá, sem skynjar þessa hluti, sér skyndilega inn í sorgir, þjáningar og harmleik lífsins, eða þegar hann sér inn i framtíðina, eða skynjar hluti, sem eru að gerast í fjarlægð, og verður svo opinn fyrir persónuleika annarra manna, að hann lifir raunverulega lífi þeirra. Það er nauðsynlegt fyrir alla þá, sem slíkum næmleika eru búnir, að temja sér að varast að leita snertingar við nokkra persónu eða nokkurt mál á þessu sviði, nema það geti orðið til góðs fyrir annanhvorn aðila. Allir þeir, sem þessum næmleika eru gæddir, hafa tilhneigingu til að láta sogast inn í aðstæður og sálarástand annarra, sem getur valdið þeim mikillar þreytu. Þetta er e. t. v. veika hliðin á þessum ágæta hæfileika. Sumt fólk, sem fyrir hæfileika sína hefir aðgang að þessu öðru sviði mann- legrar reynzlu, er næsta barnalegt og óþroskað. Þessvegna verður túlkun þess og skilningur á reynzlunni, sem það hlýtur, ófullkominn, og ógæfan er, að einmitt þetta fólk er oft tekið sem dæmi, þegar verið er að hártoga þessa hluti, þessa óvenjulegu reynzlu.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.