Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 16

Morgunn - 01.06.1947, Side 16
.10 MORGUNN samstilling hjartans við þetta undursamlega líf og haldið áfram að draga að okkur það andrúmsloft ódauðleikans, sem því fylgir.“ Hvernig hin innri sjón starfar. Þá snýr höf. sér næst að merkilegu máli og helgar einn kafla fræðslunni um það, hvernig hin innri sjón starfar. Hún bendir á, að eðlilegt sé að venjulegt fólk, sem ekki er gætt dulskynjunarhæfileikum í svo ríkum mæli að það verði að gagni, eigi erfitt með að gera sér þess grein, hvernig þessir hæfileikar starfi. Hún minnist á, að skyggn- in sé oft flokkuð í tvo flokka, hina hugrænu, subjektivu, skyggni og hina svonefnd hlutrænu, objektívu. Hin hug- ræna skyggni er ekki eins ljós og hin hlutræna. Hin hug- ræna er oft fólgin í áhrifum, sem miðlinum berast, og hann á stundum erfitt með að segja, að hann beinlínis sjái, og eru honum þó oft engu síður veruleg. M. Bazett segir: ,,Hin hlutræna tskyggni er mjög sannfærandi, Þegar miðillinn bókstaflega talað sér hlutina greinilega, hin hug- læga getur einnig oft verið mjög sannfærandi. Það er ekki auðvelt að segja, hvernig þessar skynjanir berast að við- takandanum, sjáandanum. Ég þekki sjáanda, sem mjög mikla reynslu er búinn að fá í þessum efnum, og segist þó ekki vita með vissu enn, hvort vitund sjáandans fari burt til að sjá staðreyndirnar, sem hann lýsir, eða hvort stað- reyndirnar komi til hans. Þetta er merkilegt efni til rann- sóknar, en eftir margra ára reynzlu í þessum efnum, treysti ég mér ekki til að koma með neina frekari stað- hæfingu um þetta. Annað mjög skringilegt einkenni á sýnum sjáandanna er það, að stærðarhlutföllin geta verið fjarri öllu venjulegu lagi, þannig t. d., að mannsmynd, sem sjáandinn sér, getur verið alveg óeðlilega stór, miklu stærri en mennskur

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.