Morgunn - 01.06.1947, Page 18
12
MORGUNN
inn orðinn bjartur eins og i dögun. Ég kom að fáeinum
musterum, sem ég sá óljóst, og aðeins utan frá. Á einum
stað nam ég staðar, eins og til að hvíla mig, og þar sá ég
nokkra munka koma út úr einu musterinu, sem mér fannst
liggja afsíðis inni í klettabelti, sem hallaðist nokkuð niður.
Þessir munkar námu staðar á flötum kletti, geysilega háum,
og horfðu gegnt austri. Tilbeiðsluathöfnin, sem þeir fram-
kvæmdu þarna, stóð í einhverju sambandi við rísandi sól.
Ég sá hvern munk út af fyrir sig greinilega, þeir voru sex
eða sjö talsins.
Ég man, að ég komst inn í eitt musterið. Þar inni var
fremur dimmt, þótt mér virtist þakið á einum stað vera
opið fyrir himninum. Þó er ég ekki alveg viss um það.
Munkarnir lágu á hnjánum, niðursokknir í djúpa íhugun,
og mér fannst afar merkilegt að sjá, að í hlutfalli við styrk-
leik og innihald hugleiðingarinnar geisluðu þeir út frá
sér mjög einkennilegu ljósi. Hjá sumum þeirra var þetta
mjög áberandi.
1 musterinu var ekkert ljós annað en það, sem streymdi
út frá mönnunum, sem voru þarna. Ég minnist þess einnig,
að ég. heyrði óminn af hinum hljómdjúpu klukkum, sem
notaðar munu vera í þessum musterum. Mér fannst ómur
þeirra standa í réttu hlutfalli við styrkleika og innihald
hugleiðinganna.
Maður einn, sem kunnugur var Tibet, hafði mjög gam-
an af að heyra þessa frásögn mína síðar, og hann staðfesti
að þetta væri allt rétt.“
Þá bendir höfundur á það, að þegar um þessar skynjanir
sé að ræða, sannist það oft, að tíminn er ekki eins veru-
legur og okkur jarðneskum mönnum finnst, því að oft sjáist
fyrir ókomnir atburðir. 1 þessu sambandi minnist hún á
það, að einhverju sinni sá hún herbergið, sem hún var í, allt
öðru vísi en það leit þá raunverulega. út, allt önnur hús-
gögn komin þangað inn. Löngu síðar kom fram galli á
gaslögninni í húsinu, vegna þess varð að breyta herbergja-