Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 32

Morgunn - 01.06.1947, Page 32
26 MORGUNN í stólnum, eins og ekkert sérlegt hefði komið fyrir. Það var bersýnilegt, að hún hafði sjálf ekki orðið nokkurs vör. Áður en hún fór frá mér, vakti ég máls við hana á endurholdgunarkenningunni, og spurði hana, hvernig hún liti á það mál. Hún svaraði: „Ég veit ekki, hvað ég á að segja um það, en stundum hefir sú undarlega tilfinning komið yfir mig, að ég væri hrifin aftur á bak í fornöld okkur Englendinga, og þá finnst mér, að þá hafi ég verið rómverskur hermaður.“ Ég sagði henni ekkert um það, sem fyrir mig hafði borið, og síðan felldum við talið. Ég minnist einnig þess, að hafa séð andlit manns nokkurs, sem ég þekkti aðeins lauslega, taka samskonar breytingum. Við sátum þá saman í viðhafnarstofu og hlustuðum á hljóm- leika að kveldi dags. Þrjú mismunandi andlit og ólík hvert öðru komu fram á andliti hans, hvert eftir annað. Fólkið, sem þekkti hann, kannaðist við öll þessi andlit af lýsingu minni. Annar gestur var þarna í sama sinn, sem einnig var gæddur sálrænum gáfum, en við sögðum manninum ekkert frá þessu.“ Seinni frásögnin gefur enga bendingu um endurholdgun, fyrra dæmið mætti, af þeim frásögnum, sem Margery Bazett birtir í bók sinni, nálgast það mest, en engan veginn finnst mér það sannfærandi. Hin svonefnda „ ummyndun“ er sálræn staðreynd, og er í því fólgin, að ósýnileg vits- munaöfl draga kraft frá viðstöddum miðli og nota hann til þess að mota svip sinn á andlit einhvers annars, sem viðstaddur er. Mér þykir líklegast, að þetta hafi gerzt, í óvenjulega stórum stíl, þegar vinkona Margery Bazett breyttist fyrir augum hennar í rómverska hermanninn. Ef við göngum út frá því, að framliðinn rómverfekur her- maður, sem einhverra hluta vegna, sem við þekkjum ekki, hefir staðið í sambandi við vinkonuna, hafi náð í nægileg- an kraft frá Margery Bazett, sem er mikill miðill, til þess að yfirskyggja vinkonuna og taka stjórn á henni um augnabliksstund, erum við a. m. k. ekki k'omin út fyrir

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.