Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 36

Morgunn - 01.06.1947, Side 36
30 MORGUNN eru horfnir, og stundum hafa þetta verið algerlega hlut- rænar sýnir. En þegar ég sá þennan mann, var mér Ijóst, að hann var raunverulega lifandi á jörðunni, en raunar langt í burtu.“ Að sjá inn í framtíðina. Þá er næsti kaflinn að sjá inn í það ókomna, inn í fram- tíðina. 1 sambandi við þá staðreynd, að ókomnir atburðir sjáist fyrir, fer höfundurinn að velta fyrir sér þeim spurningum, sem fyrir flestum munu einhverntíma vakna einmitt í sam- bandi við leyndardóm forspárinnar: er allt í tilverunni ákvarðað, eða stjórnast allt af tilviljun einni og hending? Mörgum þykir sú staðreynd, að hægt sé að sjá hluti fyrir, benda til þess, að allt sé fyrirfram ákvarðað, svo að ekki verði breytt, en af því leiðir aftur forlagatm, eða heim- speki, sem byggð er á þeirri meginkenning, að allir hlutir séu fyrirfram ákveðnir, forlög ráði rás tilverunnar. Um þetta meginmál eru menn engan veginn á eitt sáttir. Mestu djúphyggjumenn og hugsuðir mannkynsins hafa reynt að ráða þessar miklu rúnir, en niðurstaða hefir ekki fengizt meiri en sú, að með jafn skynsamlegum rökum sýnist vera hægt að aðhyllast forlagatrú og trú á alger- lega frjálsan vilja. Höf. bókar þeirrar, sem ég er að segja frá, getur vitan- lega ekki komizt hjá því, að velta þessum spurningum fyrir sér, þegar hún kemur að því, að minnast á þann hæfileika sálræna fólksins, að sjá inn í hið ókomna, sem svo er nefnt, sjá inn í framtíðina, en hún tekur þann skyn- samlega kost, að víkja sér undan að svara þeim spurningum, og tekur þess í stað þann kostinn, að segja frá því, hvernig takmörkin milli nútíðar og framtíðar, takmörkin milli þess, sem er, og hins, sem er ókomið, þurrkast út í sál-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.