Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 48

Morgunn - 01.06.1947, Side 48
42 MORGUNN Það var eins og hr. Parish væri í hverju tilfelli bent á sjúka staðinn á líkama hinna veiku, hreyfingar hans voru eins og honum væri stjórnað af annarri veru. Blátt ljós streymdi út frá fingrum hans og höndum, þegar hann snerti sjúklingana þar, sem sjúkdómur þeirra var. Þá skynjaði ég stundum eðli og ástand sjókdómsins jafnhliða. Enda þótt augu hans væru lokuð, var eins og hann sæi í gegn um lokuð augnalokin. En þá hefir hann sennilega ekki séð með líkamsaugunum. Það var dásamlegt að sjá hendur hans, þegar hann var að lækna. Kraftur og blessun streymdi út frá þeim. Allt andrúmsloftið í helgidóminum var þrungið friði og mikilli andlegri orku. Mig langar til að segja frá annarri lækningaguðsþjónustu, sem annar lækningamaður framkvæmdi. Fáum mínútum áður en guðsþjónustan hófst, kom lækn- ingamaðurinn inn í kirkjuna og gekk að altarinu í hlið- arkapellunni, þar sem hann kraup um stund. Þeir, sem komu til að fá lækningu, komu fram úr kirkjunni og krupu við gráturnar, en lækningamaðurinn lagði hendur yfir hvern einstakan og talaði til hans nokkur orð, sem ég heyrði ekki. Einkennilegt var það við þá handayfirlagningu, að áður en hann hafði lagt hendur sínar yfir hvern sjúkl- ing, komu tvær aðrar hendur, sterkar, þróttmiklar og breiðar yfir sjúklinginn og veittu blessun og lækning á undan lækningamanninum. Að ofan streymdu marglitar ljóssúlur niður yfir fólkið, sem þarna var komið saman, og stefndi ein súla á höfuð hvers um sig. Mig langar til að ljúlca þessum kafla með því að segja frá reynslu, sem ég varð fyrir árið 1943. Ég vaknaði einhverju sinni um nótt og „sá“ þá með hinu innra auga munk standa í dyrainnganginum að her- bergi því, sem ég svaf í ásamt vinkonu minni. Hann var klæddur hvitum kufli og hafði belti um sig og ilskó á fótum. Hann var maður stór vexti, en hreyfingar hans

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.