Morgunn - 01.06.1947, Síða 56
„Eg horfi yfir hafið
Eftir Guðmund, Einarsson
bónda á Brjánslæk, Barðastrandarsýslu.
Hugmyndir manna um annað líf hafa frá öndverðu
verið æði sundurleitar, þótt flestar eigi þær sammerkt
í því, að telja tilverusviðin aðeins tvö: Sælustað og van-
sælustað. Og enn í dag er því haldið að oss í kristnum
kirkjum, að góðir og réttlátir menn fari eftir dauðann í
eilífa sælu himnaríkis hjá Guði og englum hans, en þeir,
sem illt hafi aðhafst í helvíti og hvalirnar. Skylt er að við-
urkenna, að nú er mjög farið að draga úr svo skýlausri
vítiskenningu, sem áður var á dögum meistara Jóns og
lengi síðan, en þó eru til menn, og sumir þeirra ungir,
sem ekki vilja hafa aðra og sennilegri lýsingu á öðru lífi.
Ef menn vilja hafa fyrir, að kynna sér hugmyndir hinna
ýmsu þjóða um sælu- og vansælustaði annars heims, er
ekki unnt að komast hjá að sjá sambandið
Gamlar milli hins raunverulega lífs, sem þeir lifa
hugmyndir. á jörðunni og hugmynda þeirra um lífið eft-
ir dauðann. Austræn trúarbrögð lýsa gulln-
um sölum, þar sem Drottinn sjálfur situr í gullnu hásæti,
en frammi fyrir honum standa tugir þúsunda af englum,
píslarvottum og helgum mönnum og syngja honum lof, og
um þá leikur mátulegur svali. En vansælustaðurinn er aft-
ur á móti logandi heitur, og þar kveljast hinar ógæfusömu
sálir af þorsta og hita, en þorstinn og hitinn eru höfuðóvinir