Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 60

Morgunn - 01.06.1947, Side 60
54 MORGUNN meira. Börn þurfa litla hvíld, eða enga, þegar fram í sækir. Spurning: Mér þætti gaman að vita um Jurtalífið. jurtalífið hjá ykkur. Svar: Allt, sem við höfum sagt þér, er í einhverju sambandi við lif og gróður, svo að þú hlýtur að hafa komizt að raun um, að hér er jurtalíf í fjölbreyttu úrvali. Ég held, að engin jurt gleðji huga mannsins á jörðunni, svo að hún sé ekki einnig til hér. Blómin, sem þú gróðursetur í litla garðinum hjá þér, eru líka í garðinum okkar hérna.1) Trén, sem þú reynir að gróðursetja, eru hérna, þótt þér takist ekki að láta þau lifa hjá þér, og þau hafa náð svo miklum þroska, að þau flétta greinar sínar yfir húsmæninn, Manstu eftir smáu hríslunni, sem þú gróðursettir á leiði litla drengsins okkar en er nú fyrir löngu fölnuð? Hér er hún orðin feikna stórt tré. Þegar blómin í garð- inum þínum eru fölnuð, og þér finnst tómlegt að lita yfir hann, skaltu minnast þess, að þau lifa í garðin- um hjá húsinu okkar hér, og hér eru engin vor- eða hausthret. Manstu eftir hríslunum, semþú gróðursettir einu sinni? Þá kom Öli, vinur okkar og sagði við þig: „Ekki er víst að verði ber, vísirinn, sem við fundum.“ Þær fölnuðu hjá þér, en nú eru þær orðnar svo stórar, að þær flétta greinarnar yfir mæninum á húsinu okkar hér. Manstu eftir fallegu blómunum, sem þú hefir verið að gefa mér? Þau fölna hjá þér, en nú eru þau í sérstökum reit í garðinum hjá mér. Sá reitur er nú orðinn stór, en ég hefi þar einnig aðra reiti minni, sérstakan reit fyrir hvert barnanna. Hvert blóm, sem þau gefa mér, læt ég í reit, sem er merktur þeim. Það skiptir engu máli þótt litlu hendurnar þeirra yngstu hafi tekið nokkuð óvægilega á þeim, þau eru jafn falleg fyrir því. Spuming: Hvað segir þú mér um dýrin, lifa þau? Svar: Já, svo sannarlega, en ég held að þau lifi flest á öðru sviði 1) Hér telur höf framliöna konu sína tala viö sig.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.