Morgunn - 01.06.1947, Page 61
MORGUNN
55
en mennirnir, nema fuglarnir, þeir eru alls staðar hér. 1
görðunum kring um húsin er krökkt af
Lifa dýrin? þeim, þeir kvaka og syngja, og flestir eru
þeir svo gæfir, að það má taka á þeim og
strjúka þá. Ég hefi séð kindurnar okkar,
sem mér þótti svo vænt um og allar kýrnar okkar.
Þær þekktu mig aftur og fóru að baula, þegar þær
sáu mig. Þær eru ekki þar, sem ég er, en ég get farið
til þeirra, þegar ég vil. Manstu eftir lambinu, sem elti litla
drenginn okkar út og inn, þegar verið var að gefa því?
Fyrst eftir að það kom hingað, vildi það engann þíðast
hér, en elti þá hjá okkur, sem vanir voru að gefa því. Þótt
drengirnir okkar hérna meginn væru að reyna að spreka
því til, lét það sem það sæi þá ekki. En svo hefir því víst
skilizt, að til einskis væri lengur að vera að elta jarðneska
menn, því að það fór að gefa sig meira að drengjunum
okkar hérna, og svo hvarf það héðan. Ég hefi komið þang-
að, sem víðáttumiklar graslendur eru, og séð þar stórar
hjarðir af kúm, kindum og hestum. Allar voru þær skepnur
sællegar og ánægðar að sjá. Spurning: Hefir þú séð villi-
dýr? Nei, þau hefi ég hvergi séð, en þau geta náttúrlega
verið hér til þó ég hafi ekki séð þau.
Spurning: Býr hver þjóð út af fyrir sig
Þjóðernið. þar sem þú ert? Svar: Já, á því sviði, sem
ég á heima, er það svo, en ég held, að þegar
lengra kemur, sé það ekki þjóðernið, sem skiptir fólki
í flokka, heldur viðhorf þess til ýmissa viðfangsefna, áhugi
þess fyrir ákveðnum málum o. s. frv. Á minu sviði búa
ættingjar og vinir nálægt hver öðrum og umgangast eins
og í gamla daga.
Spurning: Sumir halda að hjá ykkur tali
beir tala fólk saman með hugsunum einum og þurfi
saman. ekki að nota orð, er það svo? Svar: Fyrst
í stað virðist það vera svo, að fólk tali
saman eins og áður með orðum. Ég veit ekki, hvort það