Morgunn - 01.06.1947, Síða 62
56
MORGUNN
er í rauninni svo, en okkur finnst a. m. k. við gera það.
En þegar fólk þroskast þarf það þess ekki. Við vitum ná-
kvæmlega hvað fólk ætlar að segja við okkur, þótt engin
orð séu notuð. Spuming: Getur þá enginn dulið hugsanir
sínar fyrir öðrum? Svar: Jú, enginn fær að vita meira en
það, sem hinn vill láta uppi, þ. e. a. s. ef báðir standa á
svipuðu þroskastigi. En óþroskaður maður getur engan
veginn dulið hugsanir sínar fyrir sér þroskaðra manni.
Spurning: Getur jarðneskur maður þá ekki dulið hugsanir
sínar fyrir ykkur? Svar: NEI, þú getur t. d. ekki dulið
neitt fyrir mér, þegar ég er hjá þér skynja ég hverja hugsun
þína. Þér væri t. d. ekki til neins að reyna að fullvissa mig
um, að þú værir glaður ef þú værir það ekki. Spurning:
Hvernig fer þú að sjá það? Svar: Ég sé þig ekki eins greini-
lega ef þú ert hryggur, þá er eins og dragi upp ský á milli
okkar.
Spurning: Ég hefi orðið þess var, að ýmsir framliðnir
menn láta svo, sem þeir geti haft skemmtun af ýmsum
lystisemdum, eins og t. d. tóbaki, víni, góð-
Lystisemdir. um mat o. s. frv., eftir að þeir eru farnir
af jörðunni. Segðu mér, er þetta sagt í
gamni eða alvöru? Svar: öllu gamni fylgir
nokkur alvara. Ég veit, að drykkjumenn langar mjög mikið
í vín fyrst eftir viðskilnaðinn, og eins er um tóbaksmenn,
þá langar í tóbak. En þessi löngun hverfur smátt og smátt.
Ég held líka, að fullyrða megi, að hér geti menn fengið
eftirlíkingar af þessu öllu, en þeir verða fljótt leiðir á þeim.
Það muntu sanna, að eftir að hingað er komið, langar
mann í margt, sem manni þótti gott á jörðunni, og þið
getið vel gefið okkur með ykkur, þegar þið eruð að fara
með það, sem okkur þótti áður gott. Spurning: Nú fer ég
að gerast forvitinn, á hvern hátt getum við það ?Svar:
Setjum svo, að þú viljir gefa okkur brjóstsykur eða annað
góðgæti. Þú stingur því upp í þig og hugsar: Þetta er fyrir
N. N., og þú mátt vera viss um, að þessi N. N. nýtur þess