Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 69

Morgunn - 01.06.1947, Page 69
Séð og heyrt í London 1947. Páll G. Þormar, framkv.stj. 1 hélgidómi. Ég brá mér til London hinn 1. maí. Við fórum héðan af flugvellinum kl. 9 um morguninn og ég var kominn inn í miðja London eftir 7 tíma ferð. Veðrið var fagurt í London, en milli Prestwick og Lon- don fengum við þoku og flugum því í 11 þúsund feta hæð. Þar var talsvert svalt og það svo, að rúður vélarinnar hél- uðu, en sjóðandi kaffi flugþernunnar bætti líðanina. Ég dvaldi í Lundúnum 5 vikur veturinn 1936 og hafði aldrei tíma til að heimsækja hinn fræga helgidóm (Sanctu- ary) Mrs Parish, en nú hét ég, að láta ekki tækifærið ganga mér úr greipum. Aðsetrið er í East Sheen, Susvestur-London og talsvert langt frá miðborginni. Nú langaði mig til að kynnast nánara starfseminni þarna, sem ég hafði skrifað svo mörg bréf um hjálparbeiðni, og fengið mörg ástúðleg bréf frá frúnni, eftir að Mr. W. T. Parish dó. Hún hafði sent mér mynd af kapellunni þar sem hún situr að bæn, ásamt mjög elsklegu jólabréfi. Litlu eftir að ég kom til London hringdi ég því til Mrs. Parish. Það stóð svo á, að hún var sjálf á lækningafundi og gat ég því ekki náð tali af henni sjálfri, en talaði við aðstoðarmann hennar, sem heitir Mr. Paul. Okkur talaðist svo til, að ég kæmi í heimsókn daginn eftir. Ég hafði nú hitt vin minn, Jónas Guðmundsson, skrif- stofustjóra, sem búinn var að dvelja um 5 vikna tíma í

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.