Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 81

Morgunn - 01.06.1947, Page 81
MORGUNN 75 heyrt menn ræða um þessa hluti og ef ég lenti inn í þæ'r samræður, hélt ég því mjög ákveðið fram, að allt slíkt væri tilbúningur einn, afleiðing af ofþreytu og veiklaðri ímyndun, og eitthvað á þessa leið voru staðhæfingar mínar um þessa dulrænu reynslu fólksins! En svo breytt er nú viðhorf mitt til þessara mála, að ég tel unnt að færa nokk- ur rök fyrir því, að eitt og annað gerist í daglegu lífi, sem nútíma vísindaleg þekking hrekkur ekki til að skýra. Ég er nú sannfærður um það, að sumir menn geta náð tökum á einhverjum öflum eða krafti, sem leynist handan við þekkingarsvið venjulegra manna. Ég var gallharður efnis- hyggjumaður, er ég komst fyrst í kynni við þessi efni, og skeytti engu ýmiskonar orðrómi, 'er barst að eyrum mér, virti allar sögur um slíkt að vettugi og taldi ekki umhugs- unarvirði lengi vel, en nú skal það játað, að ég iðrast eftir að hafa ekki hagnýtt mér þau tækifæri, er ég í fyrstu átti kost á. Mér hefir oft verið sagt af vel menntuðum og greindum þarlendum mönnum ( og þeir eru þar til), að unnt sé fyrir menn, er hlotið hafa sérstaka þjálfun, að beina skyn- vitund sinni til eins eða annars staðar, án nokkurs tillits til rúms eða tíma, greina þar eitt og annað, sem gerist, án þess að sambandið milli vitundarsviðanna rofni svo að greint verði. Þá hefir mér einnig verið sagt, að slíkum mönnum sé unnt að hverfa til þessa eða annars staðar að vild, og fjarlægðir og tími hindri slík ferðalög þeirra ekki að neinu leyti. Það er alls ekki óvenjulegt að komizt sé svo að orði, að þessi eða hinn hafi verið á einum eða öðrum tilteknum stað í nótt, gærkvöldi eða í morgun, þó að fjar- lægðir væru slíkar, að ekki væri unnt að framkvæma slík ferðalög með venjulegum samgöngutækjum á um- ræddum tíma. Þegar siðasti Ashantee leiðangurinn var væntanlegur, vildi svo til, að ég hafði starfi að gegna á endastöð stytztu leiðarinnar frá Kumassi til strandarinnar. Daginn áður

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.