Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 83

Morgunn - 01.06.1947, Page 83
MORGUNN 77 2. Sálfarir, eða beining skynvitundarinnar að ákveðnu marki. 3. Sama og á öðru stiginu, að viðbættum hæfileika til að gera mynd þess sýnilega, er hann beinir til viðtak- anda, og hafa áhrif á hluti, hreyfa þá eða færa til. Mér er aðeins unnt að endurtaka það eitt, er ég hefi fengið að vita, en um aðferðir þessar og nauðsynlega þjálfun til að geta slíkt, er mér vitanlega ókunnugt . . . Fyrsta atriðið í reynslu þeirra manna, er sagt hafa opin- berlega frá reynslu sinni og athugunum á dulrænum hæfi- leikum frumbyggja Afríku, er tekið úr bók Mr. R. W. Felkin’s: „From Khartoum to the Source of the Nile.“ Hann segir svo í nefndri bók sinni: ,,Ár hafði liðið, án þess að ég hefði fengið nokkurt bréf frá Evrópu, og þótti mér sá tími orðinn ærið langur. Mér var vitanlega ljóst, að verulegur bunki mundi liggja ein- hversstaðar á leiðinni, en næsta ósennilegt var, að ég mundi fá þau fyrst um sinn, því að um þetta leyti var Níl ófær skipum sökum hinna fljótandi graseyja, er á sumum tímum árs stöðva allar siglingar. Einn morguninn kom einn hinna þarlendu manna inn í tjaldið til okkar og var sýnilega tölu- vert niðri fyrir. Sagði hann okkur, að töframaðurinn þar á staðnum hefði verið á ferðalagi í jakalsgerfi kvöldið áður. Sögumaðurinn sagði m. a. að töframaðurinn hefði á þessu ferðalagi sínu komið á stað nokkurn, er héti Meschera- er- Rek, en þangað voru 550 enskar mílur (895 km) frá Lado, þar sem bækistöð okkar var. Hann hefði séð tvo gufubáta, og annar þeirra hefði meðferðis póst til okkar. Ennfremur bætti hann við, að bátar þessir væru undir stjórn hvíts höfðingja, sem var lýst mjög nákvæmlega, og var unnt að þekkja hann af lýsingunni. Nú er vitanlega öllum ljóst, að engum manni er unnt að fara þessa vegalengd á einni nóttu, jafnvel ekki á tuttugu sólarhringum. Ég hló að sögu þessari, er sendimaðurinn sagði okkur, enda var þetta hlægileg f jar- stæða frá mínu sjónarmiði. Við vorum að drekka kaffi,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.