Morgunn - 01.06.1947, Page 85
MORGUNN
79
inn þeirra hafði auðsjáanlega komið enn. Ég hafði því ekki
mikið að gera, og fór á fund eins þarlends töframanns, er
var í miklu áliti meðal frumbyggjanna, en ég hafði að vísu
iitla trú á getu hans og gerði þetta meira að gamni mínu
heldur en að ég byggist við árangri. 1 fystu neitaði hann að
verða við ósk minni, hann kvaðst ekkert skyn bera á mál-
efni hvítra manna og ekki væri rétt fyrir sig að skipta sér
af þeim. Að síðustU lét hann þó tilleiðast og kvaðst skyldu
opna „hlið fjarlægðanna," og hverfa inn um það, jafnvel
þó að það kynni að kosta hann lífið. Hann spurði mig því
næst um nöfn veiðimannanna. Ég vildi í fyrstu ekki verða
við ósk hans um þetta, en lét þó að orðum hans um síðir.
Þegar ég hafði sagt honum nöfn þeirra, kveikti hann átta
elda, einn fyrir hvern þeirra, kastaði því næst nokkrum
jurtarótum á bálin og lagði óþægilegan þef af þeim með
reyknum. Þessu næst tók hann inn einhvern vökva og féll
því næst í dásvefn, en hendur hans og fætur hreyfðust
stöðugt meðan hann var í dásvefninum. Eftir tíu mínútur
vaknaði hann af dásvefninum og gekk að eldunum, sem
nú voru slokknaðir. Hann rakaði sundur öskunni úr þeim
fyrsta, og lýsti nú mjög nákvæmlega útliti þess manns,
er hann hafði táknað með eldinum. „Þessi maður hefir
látizt úr hitasótt og byssan hans er týnd,“ sagði töframað-
urinn. „Sá næsti,“ sem hann lýsti rétt, „hefir banað fjórum
fílum,“ og lýsti hann nú lögun tannanna og stærð þeirra
mjög nákvæmlega. Um hinn þriðja sagði hann, að fíll hefði
orðiá honum að bana, en félagar hans kæmu með byssuna
hans. Þannig hélt hann áfram, unz hann hafði lýst þeim
öilum, og bætti við, að þeir, sem enn væru á lífi kæmu ekki
aftur fyrr en eftir þrjá mánuði, og þeir mundu koma allt
aðra leið, en um hafði verið talað. Allt fór eins og töfra-
maðurinn hafði sagt og óhugsandi er, að hann hafi áður
fengið nokkra vitneskju um ferðalög þeirra. Þeir voru
dreifðir um víðáttumikið hérað í tvöhundruð enskra milan
(320km) fjarlægð frá þeim stað, er við vorum. Og hann