Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 13

Morgunn - 01.12.1951, Side 13
MORGUNN 95 vottar að ósvikinni spjaldskrift og líkamningafyrirbrigð- um. Merkilegar orðsendingar komu frá honum í transin- um. En hann skildi ekki lögmál andsetninnar, þess að menn geta komizt undir varanleg áhrif frá öndum, og jarðbundnir andar náðu valdi yfir honum, svo að hann varð of ágjarn til peninga. Hann leiddist til óheiðarlegra athafna. Hinir góðu stjórnendur hans frá hinum heim- inum hurfu þá frá honum, jarðbundnu andarnir náðu á honum fullum tökum, leiddu hann út í fullkomið svall og gjálífi, sem endaði með því, að hann drýgði sjálfsmorð. Síðar kom andi hans á fund hjá okkur, talaði við mig af vörum frú Wicklands og bað aumkunarlega um hjálp. Hann sagði mér, að hann hefði verið fullkomlega heiðar- legur í starfi sínu hin fyrri árin, en konan, sem hann hafði kvænzt, hefði reynzt óheiðarleg og svikamiðill á valdi eigingjairnra og hrekkjafullra anda. Þessi lágu öfl hefðu svo náð tökum á honum, sem hafði óvenjulegan sálrænan næmleika, og vegna þess, að hann þekkti ekki lögmál andsetninnar, náðu þau valdi á honum, sem lauk með þeim ósköpum, sem áður greinir. Einhverju sinni kom til okkar ung stúlka frá Chicago. Hún kom til að leita hjálpar, hafði sótt miðilsfund og setið þar við hlið konu einnar, sem tók að hristast og skjálfa meðan á fundinum stóð, og sagði þennan hristing og skjálfta stafa frá andaáhrifum. Þessi kona sagði ungu stúlkunni nú, að hún væri gædd miðilsgáfu og bauð henni að koma á fundi hjá sér til að þjálfa þessa gáfu. Stúlkan hafði gert þetta, en afleiðingin varð sú, að hún komst undir áhrif jarðbundins anda, og það svo mjög, að hún fór daglega að heyra raddir þeirra, og leitaði loks hjálp- ar hjá okkur. Meðan við vorum að tala við hana, fór hún undir andaáhrif og ég spurði andann, sem virtist vera þama að verki: „Hver ertu?“ ,,Ég er lítil stúlka frá sjöunda sviðinu", var svarið. „Lítil stúlka frá sjöunda sviðinu myndi ekki koma hing-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.